1
Innlent

Gefur í skyn að Inga hafi verið drukkin

2
Fólk

Selja draumaeign við Elliðavatn

3
Pólitík

Menntamálaráðherra verður á sjúkrahúsi næstu daga

4
Heimur

Tilkynnti eigið andlát

5
Innlent

Maðurinn sem lést á Fjarðarheiði Seyðfirðingur

6
Pólitík

Segir Samfylkingarfólk hvatt til að níða skóinn af skólameistara

7
Heimur

Segja Rússland hafa sent úkraínsk börn til Norður-Kóreu

8
Innlent

Dagur Þór dæmdur fyrir manndrápstilraun

9
Pólitík

„Skömm íslenskra stjórnvalda, fyrr og nú, er mikil“

10
Peningar

Birgir stofnar lögfræðiþjónustu

Til baka

Villi Vill segir Landsréttardómara ómarktækan

Aldrei hefði átt að gefa út kæru í máli Alberts að sögn lögmannsins

Mál Alberts Guðmundssonar tekið fyrir í Landsrétti
Vilhjálmur fyrir utan LandsréttSigraði bæði í héraði og Landsrétti.
Mynd: Víkingur

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, gefur lítið fyrir störf Símons Sigvaldasonar, dómara við Landsrétt, en Símon vildi dæma Albert í tveggja og hálfs árs fangelsi og var dómurinn þríklofinn í máli Alberts.

Hann var að lokum sýknaður bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti.

„Þetta er auðvitað maður sem er eiginlega búinn að gera sjálfan sig ómarktækan í dómstörfum sínum með því að sakfella bara alltaf og hann gerði það líka í þessu tilviki,“ sagði Vilhjálmur við RÚV um Símon.

Vilhjálmur sagði einnig að aldrei hefði átt að gefa út ákæru í málinu til að byrja með og hún hafi verið gefin út á röngum forsendum

Búið er að staðfesta að Landréttardómnum verði ekki áfrýjað og sendi Albert Guðmundsson frá sér yfirlýsingu um málið í gær.

Yfrlýsing Alberts Guðmundssonar

Þá er þessu máli endanlega lokið.

Nú eru 893 dagar liðnir síðan atvikin áttu sér stað. Ég var þarna, ég man allt og ég veit hvað er satt og rétt.

Ég er ánægður að sjá Landsrétt staðfesta niðurstöðuna sem Héraðsdómur komst áður að – og ekki má gleyma að héraðssaksóknari felldi málið einnig niður á sínum tíma. Þetta kalla ég sannfærandi 3–0 sigur í minni vinnu.

En samt sit ég hér, tæpum þremur árum seinna, eftir að hafa verið undir smásjá fjölmiðla nánast daglega allan þennan tíma. Það hefur tekið á – bæði andlega og líkamlega. Þetta mál hefur komið í veg fyrir mörg tækifæri í fótboltanum; eins og allir vita er ferillinn stuttur og hvert ár, hver mánuður og jafnvel hver dagur dýrmætur.
Ég er þó ekki að biðja um vorkunn. Það sem hélt mér gangandi voru mínir nánustu. Börnin mín, barnsmóðir mín, foreldrar mínir, systur mínar, fjölskyldan og vinir. Þið eruð hetjurnar í þessu ferli. Ég get aldrei þakkað ykkur nóg.

Á hinn bóginn hef ég líka misst fólk sem reyndist aðeins vera vinir þegar það hentaði þeim – en ekki þegar á þurfti að halda. Það særði, en það var líka gott að átta sig á því fyrr en síðar.
Á móti stóðu aðrir með mér og sýndu mér hvað sönn vinátta er. Þeim er ég innilega þakklátur.

Ég veit að það er fólk þarna úti sem mun ekki trúa mér, sama hvað gögn málsins eða niðurstöður sýna – og það er í góðu lagi. Ég veit hver ég er og fyrir hvað ég stend. Skoðun annarra mun aldrei brjóta mig.

Til ykkar sem enn eruð í vafa hvet ég ykkur til að lesa dóma beggja dómstiga og hafa í huga að samkvæmt gögnum málsins voru fleiri en bara ég ásakaðir þetta umrædda kvöld. Ég læt þó ekki kúga mig, sérstaklega ekki fyrir eitthvað sem aldrei gerðist. Við getum farið nánar út í það síðar ef þarf.

Ég vona einlæglega að þótt eitt skemmt epli hafi verið þarna úti, þá skemmi það ekki fyrir þeim sem eru raunveruleg fórnarlömb ofbeldis.

Ekki meira í bili — peace

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Þrettán ára stúlka lést eftir fall í yfirgefnu hóteli á Tenerife
Heimur

Þrettán ára stúlka lést eftir fall í yfirgefnu hóteli á Tenerife

Fimmta andlátið í byggingunni
Lúxushús í Kópavogi sett á sölulista
Myndir
Fólk

Lúxushús í Kópavogi sett á sölulista

Ríkisstjórnin metur arðsemi fram yfir umferðaröryggi
Innlent

Ríkisstjórnin metur arðsemi fram yfir umferðaröryggi

Segir Samfylkingarfólk hvatt til að níða skóinn af skólameistara
Pólitík

Segir Samfylkingarfólk hvatt til að níða skóinn af skólameistara

Minningarstund haldin í Seyðisfjarðakirkju í dag
Minning

Minningarstund haldin í Seyðisfjarðakirkju í dag

Höfuð, herðar, hné og tær Sölku Sólar
Menning

Höfuð, herðar, hné og tær Sölku Sólar

Íslenskur karlmaður dæmdur fyrir að sparka í lögreglumann
Innlent

Íslenskur karlmaður dæmdur fyrir að sparka í lögreglumann

45 ára karlmaður faldi hálft kíló af kóki innvortis
Innlent

45 ára karlmaður faldi hálft kíló af kóki innvortis

Segja Rússland hafa sent úkraínsk börn til Norður-Kóreu
Heimur

Segja Rússland hafa sent úkraínsk börn til Norður-Kóreu

Karlaklefum í Sundhöllinni lokað vegna viðgerða
Innlent

Karlaklefum í Sundhöllinni lokað vegna viðgerða

Pútín segist tilbúinn að taka allt Donbas-hérað með valdi
Heimur

Pútín segist tilbúinn að taka allt Donbas-hérað með valdi

Elín Hall breiðir yfir Bowie
Myndband
Menning

Elín Hall breiðir yfir Bowie

Innlent

Villi Vill segir Landsréttardómara ómarktækan
Innlent

Villi Vill segir Landsréttardómara ómarktækan

Aldrei hefði átt að gefa út kæru í máli Alberts að sögn lögmannsins
Maðurinn sem lést á Fjarðarheiði Seyðfirðingur
Innlent

Maðurinn sem lést á Fjarðarheiði Seyðfirðingur

Ríkisstjórnin metur arðsemi fram yfir umferðaröryggi
Innlent

Ríkisstjórnin metur arðsemi fram yfir umferðaröryggi

Íslenskur karlmaður dæmdur fyrir að sparka í lögreglumann
Innlent

Íslenskur karlmaður dæmdur fyrir að sparka í lögreglumann

45 ára karlmaður faldi hálft kíló af kóki innvortis
Innlent

45 ára karlmaður faldi hálft kíló af kóki innvortis

Karlaklefum í Sundhöllinni lokað vegna viðgerða
Innlent

Karlaklefum í Sundhöllinni lokað vegna viðgerða

Loka auglýsingu