Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur ákveðið að gera langtímasamning við Lýðskólann á Flateyri en greint frá þessu í tilkynningu frá stjórnvöldum. Skólasókn hefur verið góð og námið þar gefið góða raun að sögn yfirvalda.
„Í Lýðskólanum á Flateyri fer fram mikilvægt starf til að valdefla nemendur og auka trú þeirra á eigin getu,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, um málið
Lög um lýðskóla voru sett á Alþingi árið 2019. Markmið laganna er að stuðla að starfrækslu lýðskóla á Íslandi. Með lýðskólum er átt við skóla sem hafa það að markmiði að veita almenna menntun og uppfræðslu og undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Lögin festu í sessi faglega umgjörð um starfsemi slíkra skóla hér á landi en fram að því hafði engin löggjöf gilt um þá en skólarnir eru ætlaðir fyrir 18 ára og eldri.


Komment