
Mikill meirihluti kennara og starfsmanna við Háskóla Íslands styður Silju Báru Ómarsdóttur, rektor HÍ, ef marka má umræðu sem fer fram á kaffistofum skólans en rektorinn hefur verið gagnrýndur fyrir þögn í máli þar sem hópur mótmælenda stöðvaði fyrirlestur erlends prófessors.
Fyrirlesarinn var Gil S. Epstein, prófessor við Bar-Ilan-háskólann í Ísrael, en mótmælendurnir telja hann styðja við þjóðarmorð á Gaza og var einn af mótmælendum lektor við HÍ. Örfáir kennarar við skólann hafa harðlega gagnrýnt Silju Báru fyrir afstöðuleysi sitt en hafa þeir lítinn stuðning samstarfsmanna sinna.
Ekki þarf mikla þekkingu á innanhúsmálum HÍ í til að komast að því að gagnrýnin á rektor er nær eingöngu komin til vegna hugmyndafræði hennar í ýmsum málum frekar en prinsippi gagnrýnenda í þessu tiltekna máli. Það sé persónulegt en ekki faglegt ...
Komment