
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur frá því að hún var kjörin formaður gert ýmislegt til að tryggja sér örugg völd innan flokksins.
Meðal þess sem hún hefur gert er að ýta Hildi Sverrisdóttur úr þingflokksformennsku í flokknum og skipt um framkvæmdastjóra hjá Sjálfstæðisflokknum. Nú er hins vegar komið að Sambandi ungra Sjálfstæðismanna en í gær tilkynnti Júlíus Viggó Ólafsson um framboð sitt til formennsku í SUS en hann er mikill stuðningsmaður Guðrúnar.
Viktor Pétur Finnsson, núverandi formaður SUS, hefur hins vegar í gegnum tíðina verið mikill stuðningsmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sérstaklega áður en hún flúði til Bandaríkjanna. Þó er rétt að taka fram að Árni Grétar Finnsson, bróðir Viktors, er aðstoðarmaður Guðrúnar og er hvíslað um að Viktor hafi yfirgefið herbúðir Áslaugar fyrir landsfund.
Óvíst er hvort að Júlíus fái mótframboð en ljóst er að Guðrún er að reyna herða tök sín á flokknum í öllum kimum hans ...
Komment