1
Peningar

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum

2
Fólk

Selja gersemi við Elliðavatn

3
Innlent

Rakel tekur við í janúar

4
Innlent

Heimir Örn dæmdur fyrir umsáturseinelti

5
Innlent

Slys í Laugardalnum

6
Heimur

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys

7
Pólitík

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum

8
Landið

Lægðin stefnir til Færeyja

9
Heimur

Bardagakona handtekin á Kanarí eftir árás á lögreglumenn

10
Heimur

Subbulegt óhapp er útikamar féll á brú í Sevilla

Til baka

Ástarbréf Davíðs

Davíð Oddsson

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur lengi haft trú á Donald Trump Bandaríkjaforseta og miðlað ágæti hans til lesenda Morgunblaðsins.

Í leiðara Morgunblaðsins í dag, sem hann ritstýrir, tekur hann undir ásakanir Trumps gegn Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump hefur sett saman verkefnahóp til að rannsaka Obama og meðal annars sýnt gervigreindarmyndband af handtöku hans og fangelsun. Viðbrögðin í Hádegismóum eru að fara fram á afsökunarbeiðni frá Obama.

Leiðarhöfundur Morgunblaðsins segir að Obama hafi „hiklaust notað leyniþjónustur ríkisins til árása á réttkjörinn 45. forseta landsins“. Vísar þar til rannsókna á áhrifum Rússa á bandarísku forsetakosningarnar 2016.

„Eftir langa tíð var kominn tími á 44. forsetann að biðjast fyrirgefningar! Hann var í forsæti ríkisstjórnar sem réttlætti yfirgengilega fölsun og gróf undan lýðræðislegum eftirmanni. Hvers vegna baðst hann ekki fyrirgefningar á því sem gerðist?“ segir í leiðaranum.

Morgunblaðið hefur hins vegar ekki haft sömu áhyggjur af Trump. Eftir að hann æsti upp múg með ósönnum yfirlýsingum um kosningasvindl, til þess að gera aðsúg að þinghúsinu í Washington í janúar 2021, fjallaði leiðari Morgunblaðsins um að Trump hefði verið lagður í einelti og að hann væri „dáðasti maður Bandaríkjanna“.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Styrkja Mannlíf

Má bjóða þér að styrkja starfsemi Mannlífs með mánaðarlegu framlagi?


Komment

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum
Pólitík

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum

„Það er alveg pláss fyrir hvassa gagnrýni án þess að hafa rangt við“
Þremur erlendum ríkisborgurum frávísað á Keflavíkurflugvelli
Innlent

Þremur erlendum ríkisborgurum frávísað á Keflavíkurflugvelli

Ný rannsókn sýnir að unglingsárin geta varað fram á fertugsaldur
Heimur

Ný rannsókn sýnir að unglingsárin geta varað fram á fertugsaldur

Þolendur ofbeldis fá 60 milljónir
Innlent

Þolendur ofbeldis fá 60 milljónir

Selja gersemi við Elliðavatn
Myndir
Fólk

Selja gersemi við Elliðavatn

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys
Heimur

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys

Lægðin stefnir til Færeyja
Landið

Lægðin stefnir til Færeyja

Subbulegt óhapp er útikamar féll á brú í Sevilla
Myndband
Heimur

Subbulegt óhapp er útikamar féll á brú í Sevilla

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum
Peningar

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum

Brotist inn á heimavist í Stokkhólmi og matur eitraður
Heimur

Brotist inn á heimavist í Stokkhólmi og matur eitraður

Heimir Örn dæmdur fyrir umsáturseinelti
Innlent

Heimir Örn dæmdur fyrir umsáturseinelti

Bardagakona handtekin á Kanarí eftir árás á lögreglumenn
Myndband
Heimur

Bardagakona handtekin á Kanarí eftir árás á lögreglumenn

Slúður

Kristrún vill aðstoð úr viðskiptalífinu
Slúður

Kristrún vill aðstoð úr viðskiptalífinu

Loka auglýsingu