
Eins og slúðrað hefur verið um áður sækist Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eftir því að verða næsti borgarstjóri Reykjavíkur en til þess að geti gerst þarf hann að koma Hildi Björnsdóttur, núverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, í burtu.
Hildur mun hins vegar gera sitt besta til að halda oddvitasætinu en mikil óánægja hefur verið störf hennar hjá mörgum í flokknum, meðal annars öðrum borgarfulltrúum.
En Hildur birti nýlega auglýsingu á samfélagsmiðlum þar sem hún útlistar hluti sem hún vill koma í verk, þrátt fyrir að átta mánuðir séu til kosninga. Athygli vekur að Sjálfstæðisflokkurinn er hvergi sýnilegur í auglýsingunni og ekki nefndur á nafn. Auglýsingunni virðist vera beint sérstaklega til Sjálfstæðismanna sem munu hugsanlega taka þátt í prófkjöri frekar en allra borgarbúa. Hvort þeir falli fyrir henni er svo annað mál ...
Komment