
Samtökin No Borders Iceland og fósturfjölskylda hins 17 ára Oscars Anders Bocanegra Florez boða aftur til
mótmæla en í þetta sinn verða mótmælin haldin fyrir utan ríkisstjórnarfund.
Samkvæmt fréttatilkynningu frá skipuleggjendum mótmælanna eru þeir óánægðir með viðbrögð dómsmálaráðherra og barnamálaráðherra ríkisstjórnarinnar og krefjast þess að þeir beiti sér í máli Oscars og það umsvifalaust.
Oscar, sem er frá Kólumbíu en hann kom hingað til lands með föður sínum fyrir nokkrum árum. Í október í fyrra var hann hins vegar sóttur á salerni Flensborgarskólans, þar sem hann stundaði nám, af lögreglu honum vísað úr landi ásamt föður sínum. Faðir hans, beitti hann ofbeldi síðar og afsalaði sér forræði yfir honum.
Hjónin Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir sóttu Oscar aftur til Kólumbíu í fyrra og komið honum aftur til Íslands. Útlendingastofnun komst síðan aftur að þeirri niðurstöðu að hann fái ekki að búa hér á landi og ætlar sér að brottvísa honum í þessum mánuði.
Hér má sjá upplýsingar um fyrirhuguð mótmæli, sem haldin verða föstudaginn 2. maí klukkan 8:45 á Hverfisgötu 4.
Komment