
Einar Jóhannes Guðnason, varaþingmaður Miðflokksins, tilkynnti í gær að hann sækist eftir oddvitasæti flokksins í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða í vor.
Sagt er að Einar hafi skoðað möguleikann á því að fá oddvitasæti flokksins í Reykjavík en verið sagt að slíkt væri ekki hægt því betri valkostir væru í boði fyrir flokkinn. Einar þyki, eins og staðan er í dag, ekki hafa þá reynslu eða sjarma sem þarf fyrir oddvitastöðu í Reykjavík.
Þeir sem þekkja til innan flokksins telja mögulegt að oddvitinn verði Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður og borgarfulltrúi, en hún hefur gert sig mjög sýnilega á undanförnum mánuðum. Þá Vigdís hefur stutt Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, meira en flestir í gegnum árin.
Hafi Vigdís ekki áhuga má telja víst að varaþingmaðurinn ungi Anton Sveinn McKee verði fyrir valinu ...
Komment