
Miklar umræður eiga sér stað innan Miðflokksins um hver eigi að vera oddviti flokksins í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum næsta vor.
Sagt er að Vigdísi Hauksdóttur, fyrrverandi alþingismanni og borgarfulltrúa, hafi verið boðið oddvitasætið en hún hefur ekki ákveðið sig. Eldri flokksmenn eru sérstaklega spenntir fyrir endurkoma Vigdísar en mikið fór fyrir henni þegar hún var á Alþingi og í borgarstjórn. Þá hefur hún verið reglulegu gestur í Bítinu undanfarið til að greina ástandið í íslenskum stjórnmálum og hafa sumir litið á það sem vísbendingu um endurkomu hennar. Líklegt er hins vegar að hún afþakki boðið.
Yngri flokksmenn eru hins vegar á því að Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee, varaþingmaður flokksins, eigi að taka oddvitasætið. Hann þyki hafa sjarma sem oddviti þarf á að halda og að flokkurinn þurfi að ná betur til yngri kjósenda en Anton verður 32 ára þegar gengið verður til kosninga.
Einar Jóhannes Guðnason, annar ungur varaþingmaður, er sagður hafa mikinn áhuga á að leiða flokkinn í vor en hann hefur verið mjög áberandi í umræðunni og er gallharður stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Innan flokksins þykir hann hins vegar ekki hafa þann þokka sem þarf í starfið en gæti mögulega verið boðið annað eða þriðja sætið ...
Komment