1
Peningar

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum

2
Fólk

Selja gersemi við Elliðavatn

3
Innlent

Rakel tekur við í janúar

4
Innlent

Heimir Örn dæmdur fyrir umsáturseinelti

5
Innlent

Slys í Laugardalnum

6
Heimur

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys

7
Pólitík

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum

8
Landið

Lægðin stefnir til Færeyja

9
Heimur

Bardagakona handtekin á Kanarí eftir árás á lögreglumenn

10
Heimur

Subbulegt óhapp er útikamar féll á brú í Sevilla

Til baka

Flott plott Þorgerðar

Alþingi 71. grein
Þorgerður KatrínMorgunblaðið rannsakaði upplýsingagjöf hennar.
Mynd: Víkingur

Morgunblaðið hefur nú afhjúpað með rannsókn sinni að utanríkisráðuneytið hafi sent Ríkisútvarpinu óbirta skýrslu, eða „innanhússkjal“, án þess að lagaleg skylda hafi verið til.

Um var að ræða skýrsla sem afhjúpaði vandræðalega gleymsku eða óheilindi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, og unnin var í hans ráðherratíð. Þar kom fram að Ísland hefði aldrei formlega slitið viðræðum um aðild að Evrópusambandinu, ólíkt því sem Guðlaugur hefur sagt nýverið í umræðum um endurnýjaðar aðildarviðræður. Skýrslunni, með rituðum inngangi Guðlaugs, hafði verið stungið ofan í skúffu.

Morgunblaðið fylgir eftir rannsókn sinni með viðtali Hermanns Nökkva Gunnarssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, við Hjört J. Guðmundsson alþjóðastjórnmálafræðing, sem segir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hafi eflaust vitað af veitingu upplýsinganna og án vafa borið ábyrgð á henni. Undirliggjandi er að þannig hafi mögulega verið um að ræða pólitískt plott, þar sem tilvist skýrslunnar hafi verið lekið til Ríkisútvarpsmanna og gengið lengra en áður í upplýsingagjöf.

Boðleiðir ríkisstjórnarinnar inn á Ríkisútvarpið eru ekki langar, en Sigmar Guðmundsson, þingmaður einn allra nánasti bandamaður Þorgerðar Katrínar, starfaði þar um árabil.

Ljóst er að það er af sem áður var að upplýsingar láku frá stjórnvöldum til Morgunblaðsins, þegar þurfa þótti, heldur er það nú ríkismiðillinn. Vekur þetta eðlilega gremju á Morgunblaðinu, sem hefur misst spón úr aski sínum. Margir kynnu að hafa áhyggjur af tengslum framkvæmdavalds og fjölmiðla. Enn aðrir telja jákvætt að veita upplýsingar án þess að lagaleg skylda sé til, þótt það megi misnota.

Blaðamaður Morgunblaðsins sem afhjúpaði málið lenti í kröppum dansi í vetur þegar hann hafði sótt landsfund Sjálfstæðisflokksins og varð fyrir því á barnum Pedersen-svítunni að kýla annan landsfundargest sem studdi Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannskjörinu, en sjálfur studdi hann Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Hermann Nökkvi er ekki bara blaðamaður heldur framkvæmdastjóri Sambands ungra Sjálfstæðismanna.

Viðmælandi hans og álitsgjafi, Hjörtur J. Guðmundsson, er reyndar fyrrverandi blaðamaður Morgunblaðsins. Hann er síðan í utanríkismálanefnd Sjálfstæðisflokksins.

Þykir þessi atburðarás einkennandi fyrir íslensk stjórnmál og fjölmiðla, þar sem mannfæð og þéttofið tengslanet mynda flétturnar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum
Pólitík

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum

„Það er alveg pláss fyrir hvassa gagnrýni án þess að hafa rangt við“
Þremur erlendum ríkisborgurum frávísað á Keflavíkurflugvelli
Innlent

Þremur erlendum ríkisborgurum frávísað á Keflavíkurflugvelli

Ný rannsókn sýnir að unglingsárin geta varað fram á fertugsaldur
Heimur

Ný rannsókn sýnir að unglingsárin geta varað fram á fertugsaldur

Þolendur ofbeldis fá 60 milljónir
Innlent

Þolendur ofbeldis fá 60 milljónir

Selja gersemi við Elliðavatn
Myndir
Fólk

Selja gersemi við Elliðavatn

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys
Heimur

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys

Lægðin stefnir til Færeyja
Landið

Lægðin stefnir til Færeyja

Subbulegt óhapp er útikamar féll á brú í Sevilla
Myndband
Heimur

Subbulegt óhapp er útikamar féll á brú í Sevilla

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum
Peningar

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum

Brotist inn á heimavist í Stokkhólmi og matur eitraður
Heimur

Brotist inn á heimavist í Stokkhólmi og matur eitraður

Heimir Örn dæmdur fyrir umsáturseinelti
Innlent

Heimir Örn dæmdur fyrir umsáturseinelti

Bardagakona handtekin á Kanarí eftir árás á lögreglumenn
Myndband
Heimur

Bardagakona handtekin á Kanarí eftir árás á lögreglumenn

Slúður

Kristrún vill aðstoð úr viðskiptalífinu
Slúður

Kristrún vill aðstoð úr viðskiptalífinu

Loka auglýsingu