1
Pólitík

„Bless bless Samfylking“

2
Innlent

Viðskiptavinir snéru niður mann sem réðst á starfsmann Nettó

3
Heimur

Leitað að 53 ára konu sem hvarf á Tenerife

4
Innlent

Segir Dani eiga krók á móti bragði gagnvart Bandaríkjunum

5
Pólitík

Stefán sakar Ingu Sæland um lygar

6
Innlent

Hjálmtýr hjólar í Stefán Einar

7
Innlent

Þrír handteknir grunaðir um að kveikja í einbýlishúsi

8
Innlent

Ugla Stefánía segir ótta við gistiskýli byggður á fordómum

9
Pólitík

Kristrún varar við sundrungu í umræðu um innflytjendamál

10
Heimur

Sakar Ísrael um áform um nauðungarflutning Palestínumanna til Sómalílands

Til baka

Flott plott Þorgerðar

Alþingi 71. grein
Þorgerður KatrínMorgunblaðið rannsakaði upplýsingagjöf hennar.
Mynd: Víkingur

Morgunblaðið hefur nú afhjúpað með rannsókn sinni að utanríkisráðuneytið hafi sent Ríkisútvarpinu óbirta skýrslu, eða „innanhússkjal“, án þess að lagaleg skylda hafi verið til.

Um var að ræða skýrsla sem afhjúpaði vandræðalega gleymsku eða óheilindi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, og unnin var í hans ráðherratíð. Þar kom fram að Ísland hefði aldrei formlega slitið viðræðum um aðild að Evrópusambandinu, ólíkt því sem Guðlaugur hefur sagt nýverið í umræðum um endurnýjaðar aðildarviðræður. Skýrslunni, með rituðum inngangi Guðlaugs, hafði verið stungið ofan í skúffu.

Morgunblaðið fylgir eftir rannsókn sinni með viðtali Hermanns Nökkva Gunnarssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, við Hjört J. Guðmundsson alþjóðastjórnmálafræðing, sem segir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hafi eflaust vitað af veitingu upplýsinganna og án vafa borið ábyrgð á henni. Undirliggjandi er að þannig hafi mögulega verið um að ræða pólitískt plott, þar sem tilvist skýrslunnar hafi verið lekið til Ríkisútvarpsmanna og gengið lengra en áður í upplýsingagjöf.

Boðleiðir ríkisstjórnarinnar inn á Ríkisútvarpið eru ekki langar, en Sigmar Guðmundsson, þingmaður einn allra nánasti bandamaður Þorgerðar Katrínar, starfaði þar um árabil.

Ljóst er að það er af sem áður var að upplýsingar láku frá stjórnvöldum til Morgunblaðsins, þegar þurfa þótti, heldur er það nú ríkismiðillinn. Vekur þetta eðlilega gremju á Morgunblaðinu, sem hefur misst spón úr aski sínum. Margir kynnu að hafa áhyggjur af tengslum framkvæmdavalds og fjölmiðla. Enn aðrir telja jákvætt að veita upplýsingar án þess að lagaleg skylda sé til, þótt það megi misnota.

Blaðamaður Morgunblaðsins sem afhjúpaði málið lenti í kröppum dansi í vetur þegar hann hafði sótt landsfund Sjálfstæðisflokksins og varð fyrir því á barnum Pedersen-svítunni að kýla annan landsfundargest sem studdi Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannskjörinu, en sjálfur studdi hann Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Hermann Nökkvi er ekki bara blaðamaður heldur framkvæmdastjóri Sambands ungra Sjálfstæðismanna.

Viðmælandi hans og álitsgjafi, Hjörtur J. Guðmundsson, er reyndar fyrrverandi blaðamaður Morgunblaðsins. Hann er síðan í utanríkismálanefnd Sjálfstæðisflokksins.

Þykir þessi atburðarás einkennandi fyrir íslensk stjórnmál og fjölmiðla, þar sem mannfæð og þéttofið tengslanet mynda flétturnar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Hjálmtýr hjólar í Stefán Einar
Innlent

Hjálmtýr hjólar í Stefán Einar

„Allt fólk með óbrenglaða réttlætiskennd fordæmir kúgunina í Íran - en gleymir ekki kúguninni í Ísrael - sem SES styður.“
Kristrún varar við sundrungu í umræðu um innflytjendamál
Pólitík

Kristrún varar við sundrungu í umræðu um innflytjendamál

Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á kókaíni í vökvaformi
Innlent

Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á kókaíni í vökvaformi

Stefán sakar Ingu Sæland um lygar
Pólitík

Stefán sakar Ingu Sæland um lygar

Sakar Ísrael um áform um nauðungarflutning Palestínumanna til Sómalílands
Heimur

Sakar Ísrael um áform um nauðungarflutning Palestínumanna til Sómalílands

Ugla Stefánía segir ótta við gistiskýli byggður á fordómum
Innlent

Ugla Stefánía segir ótta við gistiskýli byggður á fordómum

„Bless bless Samfylking“
Pólitík

„Bless bless Samfylking“

Þrír handteknir grunaðir um að kveikja í einbýlishúsi
Innlent

Þrír handteknir grunaðir um að kveikja í einbýlishúsi

Leitað að 53 ára konu sem hvarf á Tenerife
Heimur

Leitað að 53 ára konu sem hvarf á Tenerife

Segir Dani eiga krók á móti bragði gagnvart Bandaríkjunum
Innlent

Segir Dani eiga krók á móti bragði gagnvart Bandaríkjunum

Viðskiptavinir snéru niður mann sem réðst á starfsmann Nettó
Innlent

Viðskiptavinir snéru niður mann sem réðst á starfsmann Nettó

Grafa fengin í leitina að Hönnu
Heimur

Grafa fengin í leitina að Hönnu

Vilhelm Guðmundsson er fallinn frá
Minning

Vilhelm Guðmundsson er fallinn frá

Slúður

Loka auglýsingu