
Nú er stutt í næstu sveitarstjórnarkosningar og eru baktjaldamenn allra flokka byrjaðir að skipuleggja næstu herferðir.
Fyrst þarf þó að velja lista og er oddvitinn mikilvægastur. Sjálfstæðismenn í Reykjavík eru sennilega í mestu basli en líklega verður hart barist innanhúss um oddvitasætið en lítil trú er á Hildi Björnsdóttur, núverandi oddvita, hjá mörgum Sjálfstæðismönnum.
Það eru þó ekki aðeins Sjálfstæðismenn í Reykjavík sem hugsa sinn gang heldur er Samfylkingin í ákveðni klípu en þar á bæ vilja menn ólmir halda núverandi meirihlutasamstarfi áfram. Hvíslað er á göngum ráðhússins að Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, þyki krefjandi í samskiptum og er bent á að það sé ekki tilviljun að hún sé með sinn þriðja aðstoðarmann á nokkrum mánuðum.
Þó sé ljóst Heiða hafi gríðarlega mikla reynslu og þekkingu í borgarstjórnarmálum sem gæti nýst flokknum vel í komandi baráttu.
Einhverjir innan flokksins hafa sagt Skúla Helgason vera mögulegan arftaka hennar en hann hefur á undanförnum mánuðum verið sýnilegri en áður og yfirleitt í jákvæðara ljósi en borgarstjórinn ...
Komment