
MatvælastofnunGlerbrot fannst í krukku frá HaPP.
Mynd: Ja.is
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af HaPP súpu frá Icelandic Food Company. Ástæða er glerbrot sem fannst í einni krukkunni.
Fram kemur í tilkynningu frá MAST að fyrirtækið hafi í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað HaPP súpuna.

HaPP súpaEin framleiðslulota hefur verið innkölluð.
Mynd: Matvælastofnun
Eingöngu er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: HaPP
- Vöruheiti: Tómat- og basilsúpa
- Geymsluþol: Best fyrir 06.06.25
- Nettómagn: 700 ml
- Framleiðandi: Icelandic Food Company, Vatnagörðum 6, 104 Reykjavík
- Framleiðsluland: Ísland
- Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru
- Icelandic Food Company, Vatnagörðum 6, 104 Reykjavík.
- Dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt
Fram kemur í tilkynningunni að neytendur sem keypt hafa þessa framleiðslulotu geta skilað og fengið endurgreitt í næstu Krónuverslun.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment