
Fræg átök áttu sér stað innan Framsóknarflokksins í borgarstjórn þegar Björn Ingi Hrafnsson, núverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, gjarnan nefndur Bingi, var í valdastöðu í flokknum. Guðjón Ólafur Jónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á sínum tíma að hann væri með mörg hnífasett í bakinu eftir Björn Inga sem hefði unnið gegn sér fyrir kosningarnar 2003 og 2007.
Nú er Björn Ingi að sögn kominn í þá stöðu hjá Miðflokknum að geta stjórnað að tjaldabaki. Hermt er að hann beiti sér neðanjarðar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Meðal þeirra sem sagt er að séu ekki í náðinni er Sveinn Óskar Sigurðsson, oddviti Miðflokksins í Mosfellsbæ, sem mun vera í ónáð aðstoðarmannsins. Mikil spenna er innan flokksins þar sem takast á ysta hægrið og brotthlaupnir miðjumenn Framsóknarflokksins ...
Komment