Björgunarsveitin Lífsbjörg á Snæfellsnesi birti í gær stórkostlegar myndir af björgunaraðgerðum sem fóru fram í gær en þá barst útkall vegna einstaklings sem hafði komið sér í sjálfheldu neðan við Eyrarhyrnu.
„Sjö félagar frá Lífsbjörg tóku þátt í verkefninu ásamt félögum okkar úr Björgunarsveitunum Klakk og Elliða,“ segir í færslu sveitarinnar um atvikið.
„Björgunin gekk fljótt og örugglega fyrir sig þar sem sett var upp einfalt fjallabjörgunarkerfi með línum. Vel gekk að koma einstaklingnum úr hættu og niður hlíðina. Aðstæður voru ágætar, mjög fínt veður en tók að dimma þegar leið á. Töluverð ísing var á steinum og grjóti og þar af leiðandi krefjandi hálka á köflum í brattlendinu,“ segir í lokin á færslunni.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment