1
Innlent

Lögreglan kannast ekki við hópnauðgun hælisleitenda á 16 ára stúlku

2
Pólitík

Jón Gnarr lætur SFS fá það óþvegið

3
Innlent

Konan sem rændi kettinum Diego í átökum við afgreiðslukonu

4
Innlent

„Hættulegustu einstaklingar í lífum íslenskra kvenna eru hvítir íslenskir karlar“

5
Peningar

Auglýsing vekur hneykslun: „Græða helling af peningum“

6
Minning

Ólafur Gísli Hilmarsson er fallinn frá

7
Heimur

Maður stökk í gegnum glugga í miðju rifrildi við kærustuna

8
Fólk

Rosie O´Donnell og Lyle Menendez eru trúnaðarvinir

9
Heimur

Ungur bílstjóri olli dauða þriggja vina sinna

10
Fólk

Grunaður í ránsmáli Kim Kardashian lést skyndilega rétt fyrir réttarhöld

Til baka

Lögreglan kannast ekki við hópnauðgun hælisleitenda á 16 ára stúlku

Frettin.is, vefmiðill Margrétar Friðriksdóttir, fullyrti að lögreglan væri með upptökur af frelsissviptingu 16 ára stúlku.

Margrét Friðriksdóttir
Margrét FriðriksdóttirMargrét segist bíða eftir svörum lögreglunnar.

Lögreglan hefur ekki fengið á borð til sín upplýsingar um hópnauðgun níu hælisleitenda á 16 ára stúlku, sem vefmiðillinn Frettin.is fullyrti að hefði átt sér stað um páskana. Fréttin fór í mikla dreifingu um helgina, meðal annars eftir að ritstjóri miðilsins deildi henni í Facebook-hópinn Stjórnmálaspjallið, sem hún stýrir einnig. Að minnsta kosti ein röng staðhæfing er í fréttinni og annað fæst ekki staðfest.

Í fréttinni sagði að „samkvæmt heimildum var 16 ára stúlka á göngu heim til sín úr miðbæ Reykjavíkur, þegar að erlendir menn nálguðust hana á fólksbíl, hrifsuðu upp í bílinn og frelsissviptu.“ Auk þess segir Fréttin: „Upptökur af frelsissviptingunni liggja fyrir hjá lögreglu samkvæmt sömu heimildum.“

Fréttin
Frétt FréttarinnarSkjáskot af fyrirsögn fréttarinnar.

Mannlíf hefur fengið staðfest hjá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að fullyrðingin sem Fréttin vitnar til um að upptökur „liggi fyrir hjá lögreglu“ standast ekki. Þá hafnar lögreglan því að meint hópnauðgun hafi verið tilkynnt til lögreglu.

Hófst með ummælum á Facebook

Upphafleg dreifing upplýsinga um atburðinn virðist hafa átt sér stað í ummælum á Facebook, þar sem því var lýst að „níu hælisleitendur“ hafi nauðgað 16 ára stúlku í samtals 10 klukkustundir. Skjáskot af ummælunum hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum síðustu daga.

ónefndkona
AthugasemdinSkjáskot af athugasemd konunnar.
Mynd: Skjáskot

Í frétt Fréttarinnar.is kemur þó fram fullyrðing um að miðillinn hafi heimildir frá manneskju sem „tengist stúlkunni fjölskylduböndum“ og er haft eftir viðkomandi að gerendurnir séu „hælisleitendur frá Palestínu og Tyrkir“.

Ítarlegar lýsingar

Lýsingar vefmiðilsins Frettin.is á meintri nauðgun eru nokkuð ítarlegar. Þar kemur fram að stúlkan hafi verið á leið heim til sín fótgangandi frá miðborg Reykjavíkur þegar þrír hælisleitendur hafi rænt henni upp í fólksbíl. Þeir hafi síðan ekið henni á ótilgreindan stað þar sem þeir nauðguðu henni í þrjár klukkutíma. Þeir hafi síðan farið með hana í íbúð í Vesturbænum þar sem enn fleiri brutu á henni, í sjö klukkutíma til viðbótar.

Segir miðillinn að mennirnir séu hælisleitendur frá Palestínu og Tyrklandi og hefur það eftir „heimildarmanni sem tengist stúlkunni fjölskylduböndum“. Miðillinn fullyrðir enn fremur að upptökur af frelsissviptingunni liggi fyrir hjá lögreglunni, samkvæmt heimildum miðilsins. Ekki hafa fengist svör frá ritstjóra miðilsins, Margréti Friðriksdóttur, hverjar heimildirnar eru eða hvort þær séu umfram ummælin sem dreift var af Facebook. Lýsingar þar eru að mestu leyti samhljóða. „Henni var kippt uppí leigubíl þar sem henni var hópnauðgað í þrjá tíma, svo skutlað í íbúð í Vesturbænum þar sem fleiri biðu eftir henni og hópnauðguu henni í sjö klukkutíma. Hvernig heldur þú að henni líði í dag? Þetta var þaulskipulagt af þeim, hún hafði ekkert val og var frelsissvipt allan tímann meðan mamma hennar og pabbi hringdu stanslaust án þess að fá svar, því það [var] verið að hópnauðga dóttur þeirra af hælisleitendum mörgum í hóp að skiptast á,“ segir í ummælunum, sem sama konan hefur birt á fleiri en einum stað. Mannlíf náði ekki sambandi við konuna til að spyrja hana út í heimildir hennar. Af samfélagsmiðlum konunnar að dæma er hún þjóðrækin og andstæðingur múslima. Ummælum hennar fylgja síðan spurningar: „Hvernig í ósköpunum geturðu stutt Palestínu og þessa hælisleitendur? Lærðu að skammast þín fyrir að standa ekki með íslenskri þjóð og stelpu, kynsystur þinni og foreldrum hennar.“

Lögreglan andmælir fréttinni

Ekki fæst staðfest að frásagnir af meintri hópnauðgun séu með nokkrum hætti sannleikanum samkvæmar, þar sem lögreglu hafa ekki borist neinar tilkynningar um slíkt mál.

Bylgja Hrönn Baldursdóttir, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu segir í samtali við Mannlíf að lögreglan kannist ekki við málið. Hún hafi þó séð fréttaflutninginn um helgina. „Það hefur ekkert slíkt borist á borð lögreglunnar,“ svaraði Bylgja Hrönn aðspurð hvort lögreglan væri með slíkt mál í rannsókn.

Bylgja Hrönn hafnaði því einnig að lögreglunni hafi borist upptökur af frelsissviptingu stúlkunnar. „Það hefur ekkert slíkt borist á borð lögreglunnar,“ endurtekur hún.

Fréttir af öðrum hópnauðgunum hafa hins vegar vakið athygli. Fleiri en ein hópnauðgun hafa verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu undanfarið.

Mannlíf sagði nýlega frá tilkynntri hópnauðgun sem þrír evrópskir karlmenn eru grunaðir um á Höfða í Reykjavík.

Tvær hópnauðganir eru til rannsóknar í sömu í búð í Vesturbænum, þar sem þrír menn eru grunaðir. Fram hefur komið að eigendur skemmtistaða vari við mönnunum og því fylgi að þeir séu „spænskumælandi“. Lögregla fór ekki fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum.

Þá var erlendur leigubílsstjóri nýlega dæmdur fyrir að nauðga kvenkyns farþega í febrúar í fyrra, í slagtogi við annan mann. Báðir eru hælisleitendur og fengu tveggja og hálfs árs dóm fyrir verknaðinn.

Fréttin vakti miklar tilfinningar

Frétt fréttarinnar af hópnauðgun níu hælisleitenda á 16 ára stúlku vakti miklar tilfinningar á samfélagsmiðlum um helgina. Stofnuð var ný Facebook-síða sem beinist að því að senda útlendinga og sérstaklega múslima úr landi vegna fjölda nauðgana.

Frétt Fréttarinnar.is var síðan endurflutt á vefnum Fréttatíminn.is, þar sem hún vakti sömuleiðis mikla athygli og leiddi af sér kröfur um brottflutning hælisleitenda og múslima úr landi, ásamt fleiri refsingum. Fréttatíminn var áður vikulegt dagblað, en vörumerki hans var keypt úr þrotabúi útgáfufélagsins og miðilinn gefinn út í breyttri mynd.

Þegar leitað er að hópnauðgun á Google kemur frétt Fréttatímans, sem byggir á fréttinni á Frettin.is, efst upp í leitarniðurstöðum og upphaflega fréttin sú þriðja.

Fékk fyrst upplýsingar í ummælum

Margrét Friðriksdóttir segir við fyrirspurn Mannlífs að hún hafi fyrst séð upplýsingar um meinta hópnauðgun í fyrrgreindum ummælum á Facebook. Hún segist þó hafa frekari heimildir.

„Heimildarmaður sem ég er bundin trúnaði við og segir að upptökur liggi fyrir og hafi náðst úr öryggismyndavélum, segir líka að verið sé að yfirheyra mennina en málið sé enn á viðkvæmu stigi og engin verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.“

Þá segist hún bíða svara lögreglu við fyrirspurn Fréttarinnar.is.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Íris Vanja
Innlent

Harmar „slæma upplifun“ Írisar Vönju á viðbrögðum lögreglunnar

AFP__20250428__43PV8ZR__v1__HighRes__PalestinianIsraelConflict
Heimur

Björgunarsveitir á Gaza: Ísraelskar árásir drápu að minnsta kosti 16

Edward
Heimur

Ungur bílstjóri olli dauða þriggja vina sinna

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra
Skoðun

Stjórn Solaris

Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki

búðarþjófnaður
Myndband
Innlent

Konan sem rændi kettinum Diego í átökum við afgreiðslukonu

graham linehan
Fólk

Umdeildur handritshöfundur ákærður fyrir áreitni

|
Minning

Ólafur Gísli Hilmarsson er fallinn frá

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra – Mynd: Steph Glinski
Pólitík

Ísland valdeflir stúlkur í Malaví