1
Fólk

Faðir Línu Birgittu mætti í lögreglufylgd í fermingu hennar

2
Innlent

Margrét Löf sögð hafa margbrotið föður sinn

3
Minning

Stefán Þórðarson er látinn

4
Heimur

Óvenjuleg bunga undir jakkafötum Trump vekur spurningar

5
Menning

Karl Ágúst semur ljóð um „Miðfótarflokkinn“

6
Peningar

Sautján Reykvíkingar sem synda í seðlum

7
Innlent

Mögulegt mansal stoppað á Keflavíkurflugvelli

8
Innlent

„Biskup Þjóðkirkjunnar setur Kastljósþáttinn í samhengi við sjálfsvíg“

9
Innlent

Gríni tekið af mikilli alvöru fyrir utan skemmtistað

10
Innlent

Eldri borgari prettaður

Til baka

Mögulegt mansal stoppað á Keflavíkurflugvelli

14 einstaklingar voru stöðvaðir með fölsuð skilríki

Leifsstöð
Farþegar í LeifsstöðMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Víkingur

Mögulegt mansal var stöðvað á Keflavíkurflugvelli í lok ágústmánaðar en þá voru fjórtán manns frá Asíu stöðvaðir með fölsuð skilríki. Heimildin greinir frá málinu.

Samkvæmt fréttinni er fólkið í úrræði á afmörðu svæði á Íslandi en það má ekki koma að fullu inn í landið eða halda för sinni áfram. Fólkið ætlaði sér að fara til Kanada að sögn lögreglu. Ómar Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segist ekki geta útlokað að um mansal sé að ræða.

Samkæmt heimildum Heimildarinnar er fólkið allt frá Kína en notaðist við skilríki frá mörgum mismunandi löndum í Asíu.

Ómar vildi ekki staðfesta hvort einhverjir hefðu mögulega komist í gegn en lögreglan á í samstarfi við Europool varðandi málið.

„Það er óvenjulegt að sjá svona marga koma á svona stuttum tíma, svo sannarlega. Það sem er í raun sami áfangastaðurinn – Kanada í þessu tilfelli. Þetta setur gríðarlegt álag á ákveðna innviði og á lögregluna. Þarna mæðir rosa mikið á að við þurfum að hafa úrræði til þess að geta tekist á við verkefni af þessari stærðargráðu,“ sagði Ómar.

„Við erum kannski fyrst að sjá núna að það sé verið að herja svona grimmt á Ísland. Ísland er náttúrulega þessi tengivöllur við bæði Evrópu og Bandaríkin. Þannig að þarna eru menn að reyna að koma sér í gegn og nýta sér flugstöðina til að reyna að komast á áfangastað. En við erum staðráðin í því að standa vaktina og erum að beita þeim mótvægisaðgerðum sem við getum – við höldum bara áfram með okkar baráttu.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Fyrirtæki Guðrúnar hagnaðist vel
Peningar

Fyrirtæki Guðrúnar hagnaðist vel

Formaður Sjálfstæðisflokksins á ísfyrirtæki með systkinum sínum
Auður er þrefaldur forstjóri
Peningar

Auður er þrefaldur forstjóri

Sautján Reykvíkingar sem synda í seðlum
Peningar

Sautján Reykvíkingar sem synda í seðlum

Ómarktæk aðför að Silju Báru
Slúður

Ómarktæk aðför að Silju Báru

Guðrún Björk Kristmundsdóttir er látin
Minning

Guðrún Björk Kristmundsdóttir er látin

Þjófur gripinn glóðvolgur í Hafnarfirði
Innlent

Þjófur gripinn glóðvolgur í Hafnarfirði

Karl Ágúst semur ljóð um „Miðfótarflokkinn“
Menning

Karl Ágúst semur ljóð um „Miðfótarflokkinn“

Óvenjuleg bunga undir jakkafötum Trump vekur spurningar
Heimur

Óvenjuleg bunga undir jakkafötum Trump vekur spurningar

Margrét Löf sögð hafa margbrotið föður sinn
Innlent

Margrét Löf sögð hafa margbrotið föður sinn

Faðir Línu Birgittu mætti í lögreglufylgd í fermingu hennar
Fólk

Faðir Línu Birgittu mætti í lögreglufylgd í fermingu hennar

Sjómannafélag Eyjafjarðar telur Ísrael stunda þjóðarmorð
Innlent

Sjómannafélag Eyjafjarðar telur Ísrael stunda þjóðarmorð

Innlent

Mögulegt mansal stoppað á Keflavíkurflugvelli
Innlent

Mögulegt mansal stoppað á Keflavíkurflugvelli

14 einstaklingar voru stöðvaðir með fölsuð skilríki
Sjómannafélag Eyjafjarðar telur Ísrael stunda þjóðarmorð
Innlent

Sjómannafélag Eyjafjarðar telur Ísrael stunda þjóðarmorð

Þjófur gripinn glóðvolgur í Hafnarfirði
Innlent

Þjófur gripinn glóðvolgur í Hafnarfirði

Margrét Löf sögð hafa margbrotið föður sinn
Innlent

Margrét Löf sögð hafa margbrotið föður sinn

Loka auglýsingu