
Stjórnmálaflokkurinn Okkar Borg gaf út fyrir þó nokkru að hann ætli að bjóða fram í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.
Eins og margir stjórnmálaflokkar- og menn hafa gert í gegnum tíðina birti flokkurinn kosningalag fyrir stuttu síðan. Það sem vekur athygli er hins vegar sú staðreynd að lagið er búið til af gervigreind en vefsíðan Suno var notuð til þess. Suno er vinsæl vefsíða þar sem fólk getur búið til tónlist með aðstoða gervigreindar.
Slíkt hefur þótt mjög umdeilt í þann stutta tíma sem það hefur verið hægt og hafa tónlistarmenn, bæði íslenskir og erlendir, harðlega gagnrýnt notkun á gervigreindartónlist.
Texti lagsins
Að sigla í víkinni skilar engu
samt virðast þau velja það
Því tækifærin í tugum þau fengu
Til að gera það sem fólkið þau bað.
Því komum við hérna af krafti og þor
Komin með stefnuskrá okkar
Ætlum nú aldeilis að eyða þessum gor
er lyktar eins og táfýlusokkar
Til hægri stefnum við hrein og bein
Hræðumst nú ekki þessa flokka
Þau héldu að þau yrðu hér ein Í borginni alein að kokka
Hér erum mætt, með okkar hvell
Hendum þeim mörgum af stalli
Veitum þeim þennan vanga skell
Vakna þau í frjálsu falli
Svo tökum við til og hreinsum út
Hreinsum út spillingu þessa
Okkur er sama þó setji á sig stút
Þessar sem þykjast svo hlessa.
Komið með okkur í þetta streð
Þessa Borg ætlum við að þrífa
Ykkur sem það er svo þvert um geð
Munuð ekki með okkur drífa
Já erum hér mætt, förum ei neitt
Eigi fyrr en hreinsun er lokið
Fallin af stalli og alls ekki eitt
Sorry en þessu er lokið.

Komment