1
Peningar

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum

2
Fólk

Selja gersemi við Elliðavatn

3
Innlent

Rakel tekur við í janúar

4
Innlent

Heimir Örn dæmdur fyrir umsáturseinelti

5
Innlent

Slys í Laugardalnum

6
Heimur

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys

7
Pólitík

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum

8
Landið

Lægðin stefnir til Færeyja

9
Heimur

Bardagakona handtekin á Kanarí eftir árás á lögreglumenn

10
Heimur

Subbulegt óhapp er útikamar féll á brú í Sevilla

Til baka

Píratar snúa aftur

Þórhildur Sunna
Þórhildur Sunna ÆvarsdóttirEr gjaldkeri framkvæmdastjórnar Pírata og stóð í stafni í þingkosningunum í nóvember.
Mynd: Facebook

Eftir að hafa þurrkast út í þingkosningunum í nóvember eru Píratar nú aftur komnir á blað í könnunum. Ný skoðanakönnun Maskínu sýnir Pírata með 5% fylgi, á meðan hvorki Sósíalistaflokkurinn né Vinstri græn mælast inni á þingi. Píratar voru líka ofar Vinstri grænum og Sósíalistaflokki Íslands í þjóðarpúlsi Gallups í lok júní.

Athygli vekur að Píratar njóta meira fylgis hjá konum en körlum, eða 6,6% hjá konum en 3,5% hjá körlum. Það kemur kannski ekki á óvart í ljósi þess að sjö af átta meðlimum framkvæmdastjórnar eru konur. Auk þess ná Píratar betur til yngra fólks en eldra og eru með 7,6% fylgi hjá 30 til 39 ára.

Píratar sýna ágæta spretti þessa dagana, en Halldóra Mogensen og Björn Leví Gunnarsson eru dugleg við greinaskrif og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lætur heyra í sér á Facebook, svo eitthvað sé nefnt.

Samhliða uppgangi þjóðernishyggju, og pólitískri hernaðaráætlun Samfylkingar og Viðreisnar um að halda sig að mestu til hlés, leggja Píratar áherslu á fjölmenningu og frjálslyndi. Auk þess heldur Halldóra úti Samtökum um mannvæna tækni, sem ætlað er að gæta hagsmuna mannkynsins í örum tæknibreytingum. Hún hefur meðal annars lagt til tæknilega innviði sem eru á forræði Íslendinga eða Evrópubúa, frekar en bandarískra stórfyrirtækja. Að auki mælir hún fyrir lögleiðingu eða refsileysi fíkniefnaneyslu.

Píratar eru síðan í borgarstjórn í Reykjavík. Þar er Dóra Björt Guðjónsdóttir óhrædd við að stökkva til varnar í hverju erfiðu málinu á fætur öðru, nú síðast valdi hún að standa á prinsippinu í umræðu um þéttingu byggðar, sem þriðjungur Reykvíkinga styður.

Líklegt er að Dóra Björt, ásamt Alexöndru Briem, Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur í Kópavogi og Álfheiði Eymarsdóttur í Árborg, fái tækifæri til að halda Pírötum á korti íslenskra stjórnmála í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum
Pólitík

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum

„Það er alveg pláss fyrir hvassa gagnrýni án þess að hafa rangt við“
Þremur erlendum ríkisborgurum frávísað á Keflavíkurflugvelli
Innlent

Þremur erlendum ríkisborgurum frávísað á Keflavíkurflugvelli

Ný rannsókn sýnir að unglingsárin geta varað fram á fertugsaldur
Heimur

Ný rannsókn sýnir að unglingsárin geta varað fram á fertugsaldur

Þolendur ofbeldis fá 60 milljónir
Innlent

Þolendur ofbeldis fá 60 milljónir

Selja gersemi við Elliðavatn
Myndir
Fólk

Selja gersemi við Elliðavatn

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys
Heimur

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys

Lægðin stefnir til Færeyja
Landið

Lægðin stefnir til Færeyja

Subbulegt óhapp er útikamar féll á brú í Sevilla
Myndband
Heimur

Subbulegt óhapp er útikamar féll á brú í Sevilla

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum
Peningar

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum

Brotist inn á heimavist í Stokkhólmi og matur eitraður
Heimur

Brotist inn á heimavist í Stokkhólmi og matur eitraður

Heimir Örn dæmdur fyrir umsáturseinelti
Innlent

Heimir Örn dæmdur fyrir umsáturseinelti

Bardagakona handtekin á Kanarí eftir árás á lögreglumenn
Myndband
Heimur

Bardagakona handtekin á Kanarí eftir árás á lögreglumenn

Slúður

Kristrún vill aðstoð úr viðskiptalífinu
Slúður

Kristrún vill aðstoð úr viðskiptalífinu

Loka auglýsingu