1
Fólk

Ekkert gengur að selja höll í Fossvogi

2
Innlent

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri

3
Landið

Sumarveður í kortunum

4
Innlent

Prófessor þakkar Landspítalanum fyrir mannlega og faglega þjónustu

5
Innlent

Sigurður dæmdur fyrir safn af barnaníðsefni

6
Fólk

Óska eftir tilboðum í eitt virðulegasta hús Íslands

7
Landið

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni

8
Minning

Þórir Jensen er látinn

9
Landið

Selfyssingur tekinn með exi og amfetamín

10
Innlent

Nægjusamur þjófur við vinnu á höfuðborgarsvæðinu

Til baka

Píratar snúa aftur

Þórhildur Sunna
Þórhildur Sunna ÆvarsdóttirEr gjaldkeri framkvæmdastjórnar Pírata og stóð í stafni í þingkosningunum í nóvember.
Mynd: Facebook

Eftir að hafa þurrkast út í þingkosningunum í nóvember eru Píratar nú aftur komnir á blað í könnunum. Ný skoðanakönnun Maskínu sýnir Pírata með 5% fylgi, á meðan hvorki Sósíalistaflokkurinn né Vinstri græn mælast inni á þingi. Píratar voru líka ofar Vinstri grænum og Sósíalistaflokki Íslands í þjóðarpúlsi Gallups í lok júní.

Athygli vekur að Píratar njóta meira fylgis hjá konum en körlum, eða 6,6% hjá konum en 3,5% hjá körlum. Það kemur kannski ekki á óvart í ljósi þess að sjö af átta meðlimum framkvæmdastjórnar eru konur. Auk þess ná Píratar betur til yngra fólks en eldra og eru með 7,6% fylgi hjá 30 til 39 ára.

Píratar sýna ágæta spretti þessa dagana, en Halldóra Mogensen og Björn Leví Gunnarsson eru dugleg við greinaskrif og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lætur heyra í sér á Facebook, svo eitthvað sé nefnt.

Samhliða uppgangi þjóðernishyggju, og pólitískri hernaðaráætlun Samfylkingar og Viðreisnar um að halda sig að mestu til hlés, leggja Píratar áherslu á fjölmenningu og frjálslyndi. Auk þess heldur Halldóra úti Samtökum um mannvæna tækni, sem ætlað er að gæta hagsmuna mannkynsins í örum tæknibreytingum. Hún hefur meðal annars lagt til tæknilega innviði sem eru á forræði Íslendinga eða Evrópubúa, frekar en bandarískra stórfyrirtækja. Að auki mælir hún fyrir lögleiðingu eða refsileysi fíkniefnaneyslu.

Píratar eru síðan í borgarstjórn í Reykjavík. Þar er Dóra Björt Guðjónsdóttir óhrædd við að stökkva til varnar í hverju erfiðu málinu á fætur öðru, nú síðast valdi hún að standa á prinsippinu í umræðu um þéttingu byggðar, sem þriðjungur Reykvíkinga styður.

Líklegt er að Dóra Björt, ásamt Alexöndru Briem, Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur í Kópavogi og Álfheiði Eymarsdóttur í Árborg, fái tækifæri til að halda Pírötum á korti íslenskra stjórnmála í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Rauði krossinn á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
Innlent

Rauði krossinn á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza

„Nú breiðum við út faðminn og sýnum hvað í okkur býr“
Rithöfundur fékk óþol fyrir Laxness í framhaldsskóla
Menning

Rithöfundur fékk óþol fyrir Laxness í framhaldsskóla

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1
Innlent

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs
Heimur

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg
Heimur

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg

Robbi Kronik boðar jólalegasta markað í sögu Íslands
Myndir
Innlent

Robbi Kronik boðar jólalegasta markað í sögu Íslands

Fida Abu: „Léttir og von en á sama tíma ótti við að fagna of hratt“
Innlent

Fida Abu: „Léttir og von en á sama tíma ótti við að fagna of hratt“

Sigurbjörg er nýjasti ríkisforstjórinn
Innlent

Sigurbjörg er nýjasti ríkisforstjórinn

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur
Heimur

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni
Landið

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri
Innlent

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri

Kántrí goðsögnin Alan Jackson yfirgefur sviðið vegna veikinda
Heimur

Kántrí goðsögnin Alan Jackson yfirgefur sviðið vegna veikinda

Óska eftir tilboðum í eitt virðulegasta hús Íslands
Myndir
Fólk

Óska eftir tilboðum í eitt virðulegasta hús Íslands

Slúður

Hildur undirbýr sig fyrir átök
Slúður

Hildur undirbýr sig fyrir átök

Sjálfstæðismenn ósáttir við Sigfús
Slúður

Sjálfstæðismenn ósáttir við Sigfús

Jón Óttar skiptir um vettvang
Slúður

Jón Óttar skiptir um vettvang

Reiðir stuðningsmenn Áslaugar
Slúður

Reiðir stuðningsmenn Áslaugar

Loka auglýsingu