
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er hörundsár maður, þetta vita allir sem þekkja til forsætisráðherrans fyrrverandi.
Hann hefur ekki ennþá fyrirgefið þeim sem úthýstu honum úr Framsóknarflokknum þegar uppljóstrað var um hið vafasama Wintrismál Sigmundar. Síðan þá hefur hann stofnað eigin flokk og fylgdu margir Framsóknarmenn honum yfir í Miðflokkinn.
Einn þeirra er Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi og núverandi aðstoðarmaður Sigmundar. Björn Ingi hefur nú fengið það hlutverk að aðstoða Lilju Alfreðsdóttur, varaformann Framsóknarflokksins, að steypa Sigurði Inga Jóhannessyni af formannsstóli Framsóknar. Sigurður tók einmitt við formannsembættinu af Sigmundi og væri það stór bónus fyrir Sigmund að koma honum frá.
Takist það er sagður vera mikill hugur hjá Sigmundi að flokkarnir tveir sameinist í einum sterkum flokki ...
Komment