
Að horfa á inn á við getur verið mjög hollt og á það bæði við um fólk og stjórnmálaflokka. Stundum er þörf á því að meðlimir þeirra flokka sem eru við völd á Íslandi geti bent á það sem betur mætti fara hjá þeirra eigin flokkum.
Það var nákvæmlega það sem Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði á borgarstjórnarfundi fyrr í dag en það var þó líklega óviljaverk.
Í umræðu um bensínstöðvalóðir í Reykjavík fór Ragnhildur að tala um spillingu núverandi meirihluta.
„Kerfisbundin spilling þrífst þar sem skortir gagnsæi, fagmennsku og raunverulegt aðhald og þegar ákvarðanir eru teknar í lokuðum ferlum án greiningar, án almennilegs rökstuðnings og upplýsingum haldið á fáum höndum og stjórnsýslan rennur saman við pólitíska forystu þá missir kerfið jafnvægi. Fagleg sjónarmið byrja víkja fyrir pólitískum sjónarmiðum og undantekningar verða að venju, ívilnanir verða að vana og ábyrgðin óljós. Þessi hætta magnast þegar sami flokkur heldur völdum árum saman og verklag, tengslanet og venjur verða að sjálfstæðu valdakerfi,“ sagði borgarfulltrúinn í pontu.
Þetta mun væntanlega vekja athygli margra í Sjálfstæðisflokknum í ljósi þess að enginn flokkur hefur verið lengur við völd í Reykjavík eða á Alþingi en einmitt Sjálfstæðisflokkurinn ...
Komment