Búið er að reisa minnisvarða til heiðurs Sigurði Kristófer McQuillan Óskarsssyni
Sigurður lést í hörmulegu slysi við straumvatnsbjörgunaræfingar í Tungufljóti í grennd við Geysi í nóvember í fyrra. Þá var Neyðarkallinn ár í hlutverki straumvatnsbjörgunarkalls til heiðra minningu hans. Hann var fæddur árið 1988 og var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils.
Hjálparsveitin Tintron greinir frá því á samfélagsmiðlum að tíu félagar sveitarinnar hafi tekið þátt í vígsluathöfn minnisvarðans sem er staðsettur við Tungufljót.
„Þrjú okkar sem mættu í dag frá Tintron tóku þátt í aðgerðinni við að bjarga félaga okkar á einn eða annan hátt,“ segir meðal annars í færslunni.
„Það voru því blendnar tilfinningar að mæta aftur á staðinn ári síðar en að fá að upplifa þessa samverustund með fjölskyldu Sigurðar, stórum hópi félaga aðildareininga Landsbjargar og félögum Sigurðar úr Björgunarsveitin Kyndill Mosfellsbæ gaf okkar fólki heilmikið og þökkum við mikið vel fyrir að hafa fengið boð um að taka þátt í deginum.“


Komment