Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri Grænna, er þessa stundina leitandi allra leiða til að halda lífi flokknum eftir að hann datt út af Alþingi í kosningum á síðasta ári.
Nú styttist í sveitarstjórnarkosningar og á stjórnmálaflokkurinn nokkra fulltrúa í sveitarstjórnum landsins, þó fáir séu. Þá hefur flokkurinn aðeins einn mann inni í Reykjavík og mögulegt er að hann falli út í komandi kosningum. Sagt er að Svandís hafi boðið Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, oddvitasæti í komandi kosningum. Nokkuð ljóst er að Sanna hefur ekki áhuga á að leiða Sósíalistaflokkinn í núverandi mynd sinni en hún er þó sögð hafa hafnað boði Svandísar.
Þá ber að nefna að Líf Magneudóttir, eini borgarfulltrúi VG, stefnir á að halda oddvitasæti sínu og er slúðrað um að hún muni bjóða sig til formanns flokksins takist henni að halda sæti sínu í borgarstjórn. Slíkt er vel skiljanlegt enda yrði hún langáhrifamesti einstaklingurinn innan Vinstri Grænna ...
Komment