
Mikil ólga er innan Framsóknarflokksins þessa dagana vegna yfirvofandi formannskjörs. Flokkurinn er við dauðamörk og hefur Sigurður Ingi Jóhannsson eftir langa mæðu tilkynnt að hann muni hætta á komandi flokksþingi. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður hefur lýst áhuga á því að verða arftaki hans. Hún nýtur stuðnings Guðna Ágústssonar og fleiri héraðshöfðingja á landsbyggðinni.
Leið hennar að formannsstólnum kann að verða grýtt þar sem hermt er að Sigurður Ingi megi ekki hugsa til þess hugsa að hún verði formaður. Fullyrt er að hann fari um víðan völl og tali Lilju niður og reyni ákaft að fá Willum Þór Þórsson, formann ÍSÍ, til að sleppa því embætti og bjóða sig fram til formennsku. Willum mun vera tregur til, enda sé mikið verk að ná flokknum upp úr rústunum ...
Komment