
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hæðist að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í nýrri Facebook-færslu.
Fyrrverandi fjölmiðlakonan og núverandi upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir gerir gys að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins eftir að Vísir ljóstraði upp um það hverjir stæðu á bak við hinar umdeildu Exit-auglýsingu SFS. Kom í ljós að eiginmaður Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Gísli Árnason er maðurinn á bak við auglýsinguna, fyrir hönd hönnunarstofunnar Aton.
Þóra Kristín spyr hvort ekki hefði verið betra að fá þingmenn Sjálfstæðisflokksins til að leika í auglýsingunni, í stað norsku leikaranna.
Hér má sjá færsluna:
„Hefði ekki verið hreinlegast að fá bara þingmenn Sjálfstæðisflokksins til að leika í þessari auglýsingu? Ódýrt og skilvirkt. Löggur að njósna fyrir íslenskra ólígarka. Þingmenn að leika og sprella fyrir Samherja. En þingmennirnir eru náttúrulega voðalega uppteknir í sýndarréttarhöldunum um einkamál fyrrverandi barnamálaráðherrans.“
Komment