1
Fólk

Gullfallegt einbýli úr hruninu til sölu í Mosfellsbæ

2
Heimur

Kona berst fyrir lífi sínu eftir að kveikt var í henni í Dyflinni

3
Heimur

Hjúkrunarfræðingur bjargaði lífi mánaðargamals barns á Kanarí

4
Pólitík

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar

5
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

6
Heimur

Trump, Clinton og Woody Allen meðal þeirra sem sjást á nýjum Epstein-myndum

7
Innlent

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri

8
Innlent

Sjö ára barn fékk aðstoð sálfræðings eftir að kona hrækti í andlit þess

9
Fólk

„Ég hef aldrei hitt hamingjusaman spilafíkil en ég hef sungið yfir æði mörgum“

10
Innlent

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot

Til baka

Auglýsing vekur hneykslun: „Græða helling af peningum“

„Korter í siðleysi,“ segir kvikmyndagerðarmaður.

Auglýsing SFS norsk
Úr auglýsingunni„Hér er möguleiki á að græða helling af peningum,“ segir norskur auðmaður í auglýsingunni, en Ragnar Bragason kvikmyndaframleiðandi telur það flokkast undir „freudian slip“.
Mynd: Facebook / SFS

„Skelfileg auglýsing,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Ragnar Bragason kvikmyndagerðarmaður um nýjustu klippu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sem er talin minna á norsku þáttaröðina Exit.

Auglýsing SFS er andsvar við frumvarpi ríkisstjórnarinnar um að reikna veiðigjöld af markaðsvirði afla en ekki söluverðmæti í eigin viðskiptum útgerða við eigin fiskvinnslu.

Auglýsingunni er ætlað að benda á góðan árangur íslensks sjávarútvegs í fullvinnslu á sjávarafurðum. Þar hæðast tveir norskir útgerðarmenn að hugmyndinni um að Íslendingar horfi til „norsku leiðarinnar“ í útgerð, þar sem fiskveiðar og fiskvinnsla eru í aðskildu eignarhaldi.

Minni á firringu bankahruns

„Klént og illa afgreitt handrit en hefur samt kostað hálfan handlegg í framleiðslu,“ segir Ragnar Bragason um auglýsinguna. „Kaldhæðnislegast er að það er “freudian slip” í leiktexta, eða: “Hér er möguleiki á að græða helling af peningum” sem gæti verið slogan fyrir verstu afleiðingar kvótakerfisins, þ.e hrun margra smárra sjávarþorpa á landsbyggðinni vegna græðgi er framkvæmd var undir merkjum „hagræðingar“.“

„SFS er að eyða tugum ef ekki hundruðum milljóna í auglýsingaherferð(ir) og áróður fyrir málstað sem ENGIN nema frændi þeirra hefur samúð með. Áróður sem er byggður á ranghugmyndum, rangfærslum og er korter í siðleysi. Þetta minnir á það allra versta sem var í gangi í bruðli og veruleikafyrringu á tímabilinu fyrir bankahrun.“

Ragnar ólst upp á Súðavík til 11 ára aldurs og þekkir því að búa í brothættri sjávarbyggð. „Þar stendur heilt frystihús nánast ónotað,“ segir Ragnar um þorpið sitt.

Norska leiðin

Með auglýsingunni vill SFS leiða umræðuna að kerfinu í Noregi, þar sem fiskveiðar og fiskvinnsla eru lögbundið aðskilin. Á Íslandi hafa útgerðir hins vegar gjarnan rekið sína eigin vinnslu. Með því hafa þær náð að lágmarka greiðslu á veiðigjöldum. Aðferðin er sú að útgerðin veiðir fiskinn og selur á undirverði til eigin fiskvinnslu. Önnur áhrif eru að með því fá sjómennirnir greidd lægri laun, þar sem þeir fá hlut í aflaverðmætinu sem útgerðin selur frá sér.

Útgerðarfélögin vilja hins vegar meina að með því að halda allri virðiskeðjunni hjá sér geti þau fullnýtt fiskinn. Einnig að afla verði ekki landað á Íslandi, vegna þess hversu há laun eru hér á landi, ef honum er ekki landað hjá tengdum aðila eða fiskvinnslu í eigu útgerðarinnar.

Lýsi hf. sagði til dæmis nýlega í umsögn sinni um frumvarp ríkisstjórnarinnar að framleiðslan gæti þurft að kaupa þorskalifur frá útlöndum, ef útgerðir þyrftu að greiða hærra veiðigjald, þar sem þær myndu ekki landa aflanum hérlendis.

Boða að fiski verði landað erlendis

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur gengið svo langt að segja að íslenskur sjávarútvegur muni líta allt öðruvísi út eftir eitt ár ef áform ríkisstjórnarinnar verða að veruleika, en þau þýða að veiðigjöld hefðu farið úr 10 milljörðum í 20 milljarða. „Það er stefnt mjög ákveðið að því að færa vinnslunni úr landi, það er ljóst. Það er mjög stutt yfir hafið,“ sagði hann þegar frumvarpið var kynnt.

„Engin breyting verður á útreikningi veiðigjalds og mun útgerðin áfram halda 67% af hagnaði veiðanna en greiðir 33% af hagnaðinum fyrir afnot af auðlindinni,“ sagði í tilkynningu ríkisstjórnarinnar um frumvarpið, en með því er breytingin sú að markaðsverð verður grunnur fyrir útreikning veiðigjaldsins en ekki söluverðið í eigin viðskiptum útgerðar eða tengdra aðila.

„Algerlega óskiljanleg auglýsing“
Egill Helgason fjölmiðlamaður

Fleiri hafa gagnrýnt auglýsinguna, meðal annars stjórnarþingmaðurinn Jón Gnarr og fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason. „Algerlega óskiljanleg auglýsing,“ segir sá síðarnefndi, en framkvæmdastjóri SFS, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, svarar honum: „Er það ekki einkennilegt að þú og fleiri fjasið yfir formi en ekki efni? Hvernig væri að ræða efni málsins, norsku leiðina sem ráðherra vill fara? Minni verðmætasköpun, minni nýsköpun, hráefni flutt til Póllands óunnið, ósjálfbærar fiskvinnslur í Noregi o.s.frv.? Af nægu er að taka - jafnvel ríflega 60 blaðsíður af hugleiðingum frá SFS og þrjár álitsgerðir.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Björn Þorláksson hjólar í stjórnarandstöðuna
Ökumaður undir áhrifum stal úr kynlífstækjabúð
Innlent

Ökumaður undir áhrifum stal úr kynlífstækjabúð

Trump, Clinton og Woody Allen meðal þeirra sem sjást á nýjum Epstein-myndum
Myndir
Heimur

Trump, Clinton og Woody Allen meðal þeirra sem sjást á nýjum Epstein-myndum

Björgunarsveit Gaza flutti 52 manns í öruggt skjól undan storminum
Heimur

Björgunarsveit Gaza flutti 52 manns í öruggt skjól undan storminum

Gagnrýnir málflutning Þorgerðar Katrínar og útvarpstjóra um Eurovision
Innlent

Gagnrýnir málflutning Þorgerðar Katrínar og útvarpstjóra um Eurovision

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot
Innlent

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot

Hjúkrunarfræðingur bjargaði lífi mánaðargamals barns á Kanarí
Heimur

Hjúkrunarfræðingur bjargaði lífi mánaðargamals barns á Kanarí

Gullfallegt einbýli úr hruninu til sölu í Mosfellsbæ
Myndir
Fólk

Gullfallegt einbýli úr hruninu til sölu í Mosfellsbæ

Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar
Pólitík

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar

Helgi Valberg kynntur til leiks
Innlent

Helgi Valberg kynntur til leiks

Skelfilegt mynstur kynferðisofbeldis í súdönsku borgarastyrjöldinni
Heimur

Skelfilegt mynstur kynferðisofbeldis í súdönsku borgarastyrjöldinni

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri
Innlent

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri

Peningar

Heimili Einars Ben selt fyrir 445 milljónir
Myndir
Peningar

Heimili Einars Ben selt fyrir 445 milljónir

Húsið er 453 fermetrar og telur samtals 14 herbergi
Kristmundur Axel stofnar nýtt fyrirtæki
Peningar

Kristmundur Axel stofnar nýtt fyrirtæki

Birgir stofnar lögfræðiþjónustu
Peningar

Birgir stofnar lögfræðiþjónustu

KALEO-strákarnir stofna fyrirtæki saman
Peningar

KALEO-strákarnir stofna fyrirtæki saman

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum
Peningar

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum

Hjörvar fer í kvikmyndabransann
Peningar

Hjörvar fer í kvikmyndabransann

Loka auglýsingu