1
Innlent

Þjóðverji nauðlenti fyrir framan gönguhóp á Fimmvörðuhálsi

2
Pólitík

Segir að Þórarinn ætti að skammast sín fyrir dómsdagsþvaður á þingi

3
Innlent

Landhelgisgæslan kölluð út vegna meintrar jarðsprengju

4
Innlent

Segir að samkvæmt sýknudómi Landsréttar „afsali allir blaðamenn sér réttinum til einkalífs“

5
Fólk

Michael Douglas varar við hnignandi lýðræði

6
Innlent

Tveir sluppu ómeiddir eftir bílbruna á Öxi

7
Heimur

Fangelsismyndband sagt staðfesta sjálfsvíg Epstein

8
Innlent

„Þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn“

9
Innlent

Áhugi á lögreglufræðum eykst og metfjöldi nýnema sækir um

10
Heimur

Rússar segjast hafa náð fótfestu í nýju úkraínsku héraði

Til baka

Heitir nú sama nafni og uppáhalds tölvuleikjapersónan

Baldur ákvað að láta drauminn rætast

Baldur Link
Baldur Link er mikill tölvuleikjaspilariFékk Nintendo tölvu ungur.
Mynd: Aðsend

Í nýlegum úrskurði Mannanafnanefndar er greint frá því að nefndin hafi samþykkt nafnið Link en það er nafn einnar vinsælustu tölvuleikapersónu allra tíma. Nafnið kemur úr Zelda tölvuleikjaseríunni sem selst hefur í tugum milljóna eintaka.

Maðurinn sem óskaði eftir úrskurði um nafnið er húðflúrarinn Baldur Link Smárason, sem er mjög ánægður að hafa fengið nafnið leyft.

„Ég er búinn að vera spá í þessu í mörg mörg ár,“ sagði Baldur Link við Mannlíf um nafnabreytinguna. „Þetta er einn af þessum hlutum sem ég hef aldrei gert neitt í og maður ýtir því til hliðar. Svo um daginn þá er ég að spila aftur Zelda og ákvað bara að gera þetta. Svo er ég hrifinn af nafninu, hvernig það hljómar og hvernig stafirnir standa saman. Ég hef unnið sem tattúartisti og pæli mikið í hvernig allt passar saman.“

Link
Link hefur tekið breytingum í gegnum árinFyrsti leikurinn kom út árið 1986

Baldur Link, sem er fæddur árið 1981, telur að hann hafi fengið Nintendo tölvu árið 1987 eða 1988. Hann hafi um leið tengst Link og að Zelda leikirnir hafi verið hans uppáhaldsleikir. Yfir 20 Zelda leikir hafa komið út og segist Baldur Link hafa spilað þá alla.

„Það er Link to the Past og svo eru þessir nýju ótrúlegir,“ segir hann spurður um hvaða leikir séu í uppáhaldi af Zelda leikjunum.

„Ég skrifaði smá greinargerð um þetta væru æskuminningar og svoleiðis. Svo var ég bara að vona,“ segir tölvuleikjaspilarinn um hvort hann hafi verið bjartsýnn á að fá leyfi fyrir nafnabreytingunni. „Mér fannst þetta vera 50/50, af því að ég fór að rannsaka önnur nöfn. Hvað er leyft og hvað ekki og mér fannst alveg ansi mikið af enskum nöfnum, af því að Link er náttúrulega enskt nafn og það er hægt rekja það aftur til miðalda. Ef þeir leyfa fullt af öðrum enskum nöfnum, af hverju ekki þetta?“

Uppáhalds Zelda leikur Baldurs Link er A Link to the Past
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Árás Rússa
Heimur

Rússar segjast hafa náð fótfestu í nýju úkraínsku héraði

Þórarinn Ingi Pétursson
Pólitík

Segir að Þórarinn ætti að skammast sín fyrir dómsdagsþvaður á þingi

Lögreglurmaður
Innlent

Áhugi á lögreglufræðum eykst og metfjöldi nýnema sækir um

Jeffrey Epstein
Heimur

Fangelsismyndband sagt staðfesta sjálfsvíg Epstein

Jóhann Páll ráðherra
Landið

Leggur til að Garpsdalur fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar

Meint jarðsprengja
Innlent

Landhelgisgæslan kölluð út vegna meintrar jarðsprengju

Sveinn Rúnar Hauksson
Innlent

„Þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn“

Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Innlent

Segir að samkvæmt sýknudómi Landsréttar „afsali allir blaðamenn sér réttinum til einkalífs“

Öxi
Innlent

Tveir sluppu ómeiddir eftir bílbruna á Öxi

Syrgjandi faðir
Heimur

Sex látnir eftir loftárás Ísraela á heilsugæslustöð

Þýski ævintýramaðurinn
Innlent

Þjóðverji nauðlenti fyrir framan gönguhóp á Fimmvörðuhálsi

Michael Douglas
Fólk

Michael Douglas varar við hnignandi lýðræði

Magaluf á Mallorca
Heimur

Breti alvarlega slasaður eftir að hafa lent í skrúfu báts

Fólk

Michael Douglas
Fólk

Michael Douglas varar við hnignandi lýðræði

„Bandaríkin daðra við einræði“
2024 Halla Tómasdóttir
Fólk

Eiríkur biður Höllu afsökunar

Guðrún og Illugi
Fólk

Illugi birti ljósmynd af tvífara eiginkonunnar

SalkaSól
Myndir
Fólk

Salka Sól hélt upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna með stæl

Vasyl-Byduck
Fólk

Hélt uppistand á Íslandi fyrir úkraínska herinn

Baldur Link
Fólk

Heitir nú sama nafni og uppáhalds tölvuleikjapersónan

Loka auglýsingu