1
Menning

Útlitið nokkuð svart hjá VÆB

2
Innlent

Lætur „bjána“ og „fávita“ heyra það

3
Innlent

Ferðamaður kýldur í andlitið við biðstöð á Snorrabraut

4
Innlent

Landsliðsmarkmaður selur snotra íbúð í Kópavogi

5
Fólk

Silfurrefurinn kveður

6
Innlent

Fimm handteknir vegna andláts

7
Heimur

Tvítugur nemi í vorfríi hvarf sporlaust

8
Innlent

Jarðskjálfti varð undir húsi í Grindavík

9
Innlent

Leikkona blessar landsmenn í Fossvogi

10
Heimur

Tvítugi neminn finnst ekki enn

Til baka

Mark Carney tekinn við sem forsætisráðherra Kanada: „Við megum ekki leyfa honum að ná sínu fram“

Mark Carney
ArftakinnMark Carney vann yfirburðasigur í leiðtogakjöri Frjálslynda flokksins.

Í gær var Mark Carney kosinn sem arftaki Justin Trudeau í stól forsætisráðherra Kanada, í leiðtogakjöri Frjálslynda flokksins.

Carney vann yfirburðasigur en hann hlaut 85,9 greiddra atkvæða, samkvæmt frétt AFP. Þýðir þetta að Carney muni taka við af Justin Trudeau sem forsætisráðherra Kanada og leiða flokkinn í komandi þingkosningum. Þar með líkur níu ára stjórnartíð Trudeau.

Frá árinu 2008 til 2013 var Carney seðlabankastjóri Kanada og seðlabankastjóri Englands frá 2013 til 2020. Í frétt RÚV kemur fram að Carney sitji ekki á kanadíska þinginu og hafi aldrei gegnt pólitísku embætti en þó slíkt sé afar sjaldgæft eru engar reglur sem kveða á um að forsætisráherra landsins þurfi að vera þingmaður.

Justin Trudeau kvaðst stoltur í kveðjuræðu sinni, af árangri stjórnar hans en varaði við því að nú væru varasamir tímar.

Eftir að Donald Trump tók til valda í nágrannaríki Kanada, náði Frjálslyndi flokkurinn sér aftur á strik eftir að hafa mælst í mikilli lægð í skoðanakönnunum að undanförnu. Sömu kannanir bentu til þess að Íhaldsflokkur Pierre Poilievre hefði um 20 prósenta forskot á hann. Trump hefur eins og frægt er, lagt háa innflutningstolla á Kanadískar vörur og hefur í þokkabót endurtekið hótað að innlima landið og kallað Kanada 51. ríki Bandaríkjanna. Þessu hafa Kanadabúar tekið vægast sagt illa og líklegt verður að teljast að sú óánægja skili sér í auknum vinsældum Frjálslyndra, þar sem skoðanir Íhaldsflokksins er nokkuð nær skoðunum Trumps.

Í sigurræðunni í gærkvöldi lagði Carney áherslu á efnahagsmálin og vék einnig orðum sínum að Trump:

„Bandaríkjamenn vilja auðlindirnar okkar, jörðina okkar, ríkið okkar,“ sagði hann. „Trump er að ráðast gegn kanadísku verkafólki, fjölskyldum og fyrirtækjum. Við megum ekki leyfa honum að ná sínu fram.“


c1d8b7c79543007237d92420fc836467a68640b3
Innlent

Þetta er hinn íslenski kafbátur

Kerti
Innlent

Fimm handteknir vegna andláts

Grindavik111
Innlent

Jarðskjálfti varð undir húsi í Grindavík

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Pólitík

Ný varnarstefna: Íslendingar fá sér kafbát

Wheesung var tónlistarmaður
Menning

Fíkniefni sögð mögulega spila hlutverk í andláti poppstjörnu

VÆB
Menning

Útlitið nokkuð svart hjá VÆB

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra
Pólitík

Strandveiðifrumvarp nær ekki í gegn fyrir sumar