Ljóst er að húsnæðis- og skipulagsmál verða stórt kosningamál hjá flestum stjórnmálaflokkum í komandi borgarstjórnarkosningum.
Stjórnmálaflokkurinn Okkar Borg er einn þeirra sem boðað hafa þátttöku í kosningum og birti fyrir stuttu lista af helstu stefnumálum flokksins í komandi kosningum, meðal annars um skipulagsmál.
Þar segir að tvö bílastæði eigi að vera með hverri íbúð og annað þeirra eigi að vera í bílakjallara. Ekki er greint frá því hvort að þetta eigi aðeins við um íbúðir sem muni fara í byggingu komist flokkurinn til valda eða hvort eigi að bæta við bílakjöllurum við fjölbýlishús sem hafa nú þegar verið byggð.
Þá hafnar flokkurinn núverandi skipulagi Keldnalands og Úlfársdals og vill stórlega fækka áætluðum íbúum þar. Þá leggur flokkurinn áherslu á hraðabyggingu á Geldinganesi og að byggð Reykjavíkur sé lágreist og bílamiðuð.


Komment