Eva Bryngeirsdóttir er í Mannlífsviðtali. Hún er tæplega fertug en hefur upplifað sorgir og áföll sem hafa haft mikil áhrif á líf hennar. Hún tók líf sitt í gegn í kjölfar foreldramissis og kulnunar og fór að huga að hollu líferni og mataræði sem og hreyfingu. Hún nýtir þekkingu sína og reynslu í eigin lífi og er í dag útlærður einkaþjálfari. Ástina fann hún aftur í örmum Kára Stefánssonar og gengu þau í hjónaband í lok síðasta árs.