1
Innlent

Þjóðverji nauðlenti fyrir framan gönguhóp á Fimmvörðuhálsi

2
Pólitík

Segir að Þórarinn ætti að skammast sín fyrir dómsdagsþvaður á þingi

3
Heimur

Breti alvarlega slasaður eftir að hafa lent í skrúfu báts

4
Innlent

Landhelgisgæslan kölluð út vegna meintrar jarðsprengju

5
Innlent

Segir að samkvæmt sýknudómi Landsréttar „afsali allir blaðamenn sér réttinum til einkalífs“

6
Fólk

Michael Douglas varar við hnignandi lýðræði

7
Innlent

Tveir sluppu ómeiddir eftir bílbruna á Öxi

8
Heimur

Fangelsismyndband sagt staðfesta sjálfsvíg Epstein

9
Innlent

„Þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn“

10
Innlent

Áhugi á lögreglufræðum eykst og metfjöldi nýnema sækir um

Til baka

„Get lofað því að ef Þjóðkirkjan væri að breytast í múslímska kirkju er mér að mæta“

Biskup Íslands segir ekki gott að vera sökuð um að boða villutrú og að löngu sé orðið tímabært að uppfæra handbók kirkjunnar, en þar er nú talað um öll kyn og má einnig finna sálma á erlendri tungu

guðrún karls helgudóttir biskup
Guðrún Karls HelgudóttirBiskup Íslands vill ekki láta kenna sig við villutrú
Mynd: Biskupsembættið

Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir óþægilegt að vera sökuð um að boða villutrú og það sé svo sannarlega ekki rétt, en Guðrún greinir helst gagnrýni í umræðu á samfélagsmiðlum eftir að drög að nýrri handbók kirkjunnar voru kynnt á prestastefnu nýverið.

Handbókardrögin vöktu talsverð viðbrögð. Fóru breytingar fyrir brjóstið á einhverjum, en í drögunum eru nú sálmar á erlendum tungum - meðal annars á arabísku, og þá er talað um öll kyn.

Í kjölfarið var biskupinn sakaður um að boða villutrú, af séra Geir Waage, fyrrverandi presti Þjóðkirkjunnar í Morgunblaðinu.

Guðrún var gestur í Morgunútvarpinu.

Hún segir athyglisvert að Morgunblaðið hafi rætt við prest sem hætti að þjóna í Þjóðkirkjunni fyrir fimm árum. Hafi augljóslega ekki kynnt sér vel handbókardrögin.

„Og að fá hann til að kynna þau fyrir fólki, það er svona ákveðin upplýsingaóreiða sem felst í því,“ segir Guðrún. „Það má saka mig um ýmislegt en villutrú er ekki alveg rétt.“

Guðrún segir í drögunum sé verið að auka fjölbreytni tungutaksins í helgihaldi. Gagnrýni snúi meðal annars að sálmi sem er á arabísku, en Guðrún bendir á að hann hafi verið þýddur í sálmabók árið 2013, og í raun séu tugir sálma á öðrum tungumálum en íslensku.

Hún segir marga viðkvæma fyrir hugtakinu allah, er þýðir einfaldlega guð á arabísku og hún segir sálminn sjálfan varla geta verið kristnari, hann sé saminn af kaþólikka frá Nasaret.

„Það virðist vera ákveðin hræðsla hjá mörgum við múslima og íslamska trú. Ég ber bara virðingu fyrir því og það er ekki gott. En það hefur ekkert með íslensku sálmabókina að gera, hún er rammíslensk og hákristin,“ segir Guðrún. „En ég get alveg lofað ykkur því að ef Þjóðkirkjan væri að breytast í einhvers konar múslímska kirkju þá væri mér að mæta. Það er ekki það sem þetta snýst um. En ástæðan fyrir því að það eru sálmar á fleiri tungumálum er sú að það er mjög mikið af fólki sem kemur í kirkju íslensku þjóðkirkjunnar sem talar ekki íslensku.“

Hún segir síðustu handbók kirkjunnar hafa komið út á níunda áratug síðustu aldar og því eðlilegt að uppfæra þau.

„Ég var nú svo sem ekkert að kynna neitt nýtt á prestastefnu heldur hófst þessi vinna fyrir þremur árum og ég hef verið að koma inn í þetta á lokametrunum sem biskup. En það er handbókanefnd sem er að vinna þessa handbók,“ segir Guðrún.

Drögin verði til kynningar og reynslu í kirkjum landsins næstu tvö árin og fólk geti komið athugasemdum um handbókina áleiðis til nefndarinnar. Guðrún segir að með nýrri handbók sé ekki verið að fjarlægja neitt heldur að bæta við, til dæmis með fjölbreyttara tungutaki, til þess að allt fólk sem komi í kirkju upplifi að það sé ávarpað. Þá sé einnig verið að auka fjölbreytni í því hvernig guð sé ávarpaður í bænum.

„Það sem sumir hafa rætt um er að það sé notað hugtakið ljósmóðir lífsins yfir guð og það er til dæmis mjög gamalt hugtak sem hefur verið notað um guð í fornum sálmum okkar Íslendinga, til dæmis hjá Hallgrími Péturssyni, þannig þetta er nú ekkert sem handbókanefnd var að finna upp á.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Árás Rússa
Heimur

Rússar segjast hafa náð fótfestu í nýju úkraínsku héraði

Þórarinn Ingi Pétursson
Pólitík

Segir að Þórarinn ætti að skammast sín fyrir dómsdagsþvaður á þingi

Lögreglurmaður
Innlent

Áhugi á lögreglufræðum eykst og metfjöldi nýnema sækir um

Jeffrey Epstein
Heimur

Fangelsismyndband sagt staðfesta sjálfsvíg Epstein

Jóhann Páll ráðherra
Landið

Leggur til að Garpsdalur fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar

Meint jarðsprengja
Innlent

Landhelgisgæslan kölluð út vegna meintrar jarðsprengju

Sveinn Rúnar Hauksson
Innlent

„Þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn“

Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Innlent

Segir að samkvæmt sýknudómi Landsréttar „afsali allir blaðamenn sér réttinum til einkalífs“

Öxi
Innlent

Tveir sluppu ómeiddir eftir bílbruna á Öxi

Syrgjandi faðir
Heimur

Sex látnir eftir loftárás Ísraela á heilsugæslustöð

Þýski ævintýramaðurinn
Innlent

Þjóðverji nauðlenti fyrir framan gönguhóp á Fimmvörðuhálsi

Michael Douglas
Fólk

Michael Douglas varar við hnignandi lýðræði

Magaluf á Mallorca
Heimur

Breti alvarlega slasaður eftir að hafa lent í skrúfu báts

Innlent

Lögreglurmaður
Innlent

Áhugi á lögreglufræðum eykst og metfjöldi nýnema sækir um

Ekki hafa áður borist fleiri umsóknir um nám í lögreglufræði borist fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri
Þýski ævintýramaðurinn
Innlent

Þjóðverji nauðlenti fyrir framan gönguhóp á Fimmvörðuhálsi

Meint jarðsprengja
Innlent

Landhelgisgæslan kölluð út vegna meintrar jarðsprengju

Sveinn Rúnar Hauksson
Innlent

„Þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn“

Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Innlent

Segir að samkvæmt sýknudómi Landsréttar „afsali allir blaðamenn sér réttinum til einkalífs“

Öxi
Innlent

Tveir sluppu ómeiddir eftir bílbruna á Öxi

Loka auglýsingu