1
Innlent

Boðflennum skipað að hypja sig

2
Pólitík

Helgi Magnús mun fá tæpar 200 milljónir

3
Pólitík

Einar kveður borgina

4
Fólk

Sorgin fléttaðist saman við gleði Ernu

5
Heimur

Conor McGregor rotaði skemmtistaðagest á Ibiza

6
Innlent

Rauðsokka og læknir meðal þeirra sem sæmd voru fálkaorðu

7
Menning

Lóu í Laugardal aflýst

8
Innlent

Bíll á hvolfi utanvegar

9
Peningar

Verð á enska boltanum tilkynnt í júlí

10
Menning

KALEO sendir frá sér vögguvísu

Til baka

Öllu starfsfólki hjá Janusi endurhæfingu sagt upp: „Tugir ungra fullorðinna eru á biðlista“

Öllu starfsfólki hjá Janusi Endurhæfingu hefur verið sagt upp og verður skellt í lás í sumar samkvæmt yfirlýsingu frá stjórn Janusar.

Janus endurhæfing – Mynd: Ja.is
Janus endurhæfing - Mynd: Ja.is

Öllu starfsfólki hjá Janusi Endurhæfingu hefur verið sagt upp og verður skellt í lás í sumar samkvæmt yfirlýsingu frá stjórn Janusar. Samkvæmt heimasíðu Janusar fer fram læknisfræðileg starfs- og atvinnuendurhæfing hjá þeim og að markmið starfseminnar sé að aðstoða fólk til að komast á vinnumarkaðinn og fyrirbyggja varanlega örorku.

„Það er þyngra en tárum taki að tilkynna að Janus endurhæfing neyðist til að leggja niður þverfaglega læknisfræðilega heildræna geðendurhæfingu þann 1. júní næstkomandi. Úrræðið er sérhæft fyrir ungt fólk, 18 ára og eldra. Nauðsynlegt fjármagn fæst ekki til að veita  endurhæfinguna áfram og af þeim sökum hefur erfið ákvörðun verið tekin. Hópuppsögn, öllu starfsfólki sagt upp,“ en samkvæmt heimsíðu Janusar eru 24 einstaklingar sem missa vinnuna.

Stjórnin segist harma ákvörðun stjórnvalda að hjálpa ekki til með fjármagn því að það sé öllum ljóst að þörfin fyrir sérhæft úrræði, ætlað ungum fullorðnum, sé mikil. Um sé að ræða jaðarsettan og afar viðkvæman hóp.

Góður árangur hefur náðst

Sérhæfing Janusar endurhæfingar hefur byggst upp á síðastliðnum 25 árum og ómetanleg þekking orðið til. Endurhæfingin er alfarið einstaklingsmiðuð. Hverjum og einum  er mætt þar sem hann er staddur. Í endurhæfingunni er ungt fólk með langa sögu um geðræna erfiðleika. Margir eru með taugaþroskaröskun og oft mikla áfallasögu að baki. Þeim er tryggður aðgangur að geðlækni, sálfræðingum, iðjuþjálfum, félagsráðgjöfum og ýmsum fleiri sérhæfðum fagaðilum undir sama þaki. Yfir 55% þeirra sem hafa útskrifast frá okkur síðastliðin 3 ár hafa náð árangri með því að fara í vinnu, nám eða í virka sannanlega atvinnuleit. Tugir ungra fullorðinna eru á biðlista eftir að komast í endurhæfinguna.“   

Stjórn Janusar endurhæfingar telur ákvörðun ríkisstjórnarinnar og stjórnvalda ganga í berhögg við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og að þessi ákvörðun mun leiða til að ómetanleg þekking og endurhæfingargeta fyrir þennan jaðarsetta hóp tapast.

Í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu er greint frá því að þjónusta við þá einstaklinga sem verið hafa í endurhæfingu hjá Janusi samkvæmt samningnum verði áfram tryggð með öðrum leiðum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Kindur
Landið

Bóndi lagði hendur á starfsmann MAST

Lögreglan var á svæðinu þegar árásin átti sér stað
Leirdalur
Fólk

Fyrrum þingmaður selur lekkert parhús

Viðar G
Peningar

Leigir út 56 stúdíóíbúðir og hagnast vel: „Davíð Oddsson úthlutaði mér lóð“

hamborg
Heimur

Þjóðverji handtekinn fyrir að hvetja börn til sjálfsskaða

guðrún karls helgudóttir biskup
Innlent

„Get lofað því að ef Þjóðkirkjan væri að breytast í múslímska kirkju er mér að mæta“

Héraðsdómur Reykjavíkur
Innlent

Ingvar Örn dæmdur fyrir að ráðast á ellilífeyrisþega

Khameini Trump
Heimur

Æðstiklerkur Íran varar Donald Trump við

Byssumaður hrós
Myndband
Heimur

Veikur einstaklingur hrósaði lögreglumanni

Herdís Dröfn
Peningar

Verð á enska boltanum tilkynnt í júlí

Lögreglan
Innlent

Innbrotsþjófur réðst á íbúa í miðbænum

Conor McGregor
Myndband
Heimur

Conor McGregor rotaði skemmtistaðagest á Ibiza

Innlent

guðrún karls helgudóttir biskup
Innlent

„Get lofað því að ef Þjóðkirkjan væri að breytast í múslímska kirkju er mér að mæta“

Biskup Íslands segir ekki gott að vera sökuð um að boða villutrú og að löngu sé orðið tímabært að uppfæra handbók kirkjunnar, en þar er nú talað um öll kyn og má einnig finna sálma á erlendri tungu
Hafnarfjörður 2024
Innlent

Boðflennum skipað að hypja sig

Héraðsdómur Reykjavíkur
Innlent

Ingvar Örn dæmdur fyrir að ráðast á ellilífeyrisþega

Lögreglan
Innlent

Innbrotsþjófur réðst á íbúa í miðbænum

fálkaorðan 17. júní 2025
Innlent

Rauðsokka og læknir meðal þeirra sem sæmd voru fálkaorðu

Loka auglýsingu