1
Innlent

Þjóðverji nauðlenti fyrir framan gönguhóp á Fimmvörðuhálsi

2
Pólitík

Segir að Þórarinn ætti að skammast sín fyrir dómsdagsþvaður á þingi

3
Innlent

Landhelgisgæslan kölluð út vegna meintrar jarðsprengju

4
Innlent

Segir að samkvæmt sýknudómi Landsréttar „afsali allir blaðamenn sér réttinum til einkalífs“

5
Fólk

Michael Douglas varar við hnignandi lýðræði

6
Innlent

Tveir sluppu ómeiddir eftir bílbruna á Öxi

7
Heimur

Fangelsismyndband sagt staðfesta sjálfsvíg Epstein

8
Innlent

„Þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn“

9
Innlent

Áhugi á lögreglufræðum eykst og metfjöldi nýnema sækir um

10
Heimur

Rússar segjast hafa náð fótfestu í nýju úkraínsku héraði

Til baka

Leigir út 56 stúdíóíbúðir og hagnast vel: „Davíð Oddsson úthlutaði mér lóð“

Viðar Guðjohnsen er athafnamaður, fyrrverandi frambjóðandi og á fasteign í Mörkinni þar sem hann leigir út stúdíóíbúðir og hefur hagnast vel

Viðar G
Viðar Guðjohnsen er athafnamaðurHefur átt fasteign í áratugi í Mörkinni er hann leigir út með góðum hagnaði
Mynd: X-D

Viðar Guðjohnsen, athafnamaður og fyrrverandi frambjóðandi, á fasteign í Mörkinni þar sem hann leigir út stúdíóíbúðir. Eignina hefur hann átt í yfir þrjá áratugi og hefur hagnast vel. Hann ræðir um leigumarkaðinn og herbergjahótel í viðtali við blaðamanninn Inga Frey Vilhjálmsson í fréttaskýringaþættinum Þetta helst.

Viðar Guðjohnsen var ekki þekktur er hann bauð sig fram í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir sjö árum síðan.

Hann hefur verið ansi hreint stórtækur leigusali lítilla íbúða núna í meira en þrjátíu ár:

„Ég hafði samband við Davíð Oddsson sem úthlutaði mér lóð. Davíð Oddsson borgarstjóri. Af því ég ætlaði að leigja efnaminna fólki. Hann hafði trú á mér og ég hafði trú á honum,“ segir Viðar sem á og rekur fasteign í Mörkinni í Reykjavík. Þar er hann með heilar 56 leigueiningar: Stúdíóíbúðir og líka „skonsur“ eins og hann orðar það sjálfur, í útleigu.

Mikil umræða hefur verið varðandi útleigu á litlum íbúðum og herbergjum á höfuðborgarsvæðinu. Sem og aðstæður erlends verkafólks á leigumarkaði eftir mannskæðan eldsvoða á Hjarðarhaga fyrir stuttu síðan.

Í einhverjum tilfellum er búið að breyta húsnæðinu án þess að afla tilskilinna leyfa, þannig að brunavörnum er ábótavant í slíku húsnæði, eins og slökkivliðsstjórinn í Reykjavík, Jón Viðar Matthíasson, benti meðal annars á fyrir skömmu og hefur áður gert.

Formaður leigjendasamtakanna, Guðmundur Hrafn Arngrímsson, hefur kallað eftir að settar verði einhverjar skorður á eignarhald tiltekinna einstaklinga og eignarhaldsfélaga á íbúðum.

Þá aftur að Viðari.

Í ársreikningi fyrirtækis hans er heldur utan um fasteignina í Mörkinni og útleigu hennar, kemur það fram að félagið var með rúmlega 90 milljóna króna tekjur árið 2023 og hagnaðurinn var ríflega 33 milljónir. Fyrirtækið var með 79 milljóna króna tekjur árið 2022, rúmlega 30 milljóna hagnað það árið.

Kemur fram í máli Inga Freys að fasteignamatið á þessu 56 leigueininga húsi Viðars er 880 milljónir króna. Brunabótamatið er 1260 milljónir. Skuldir félags Viðars á móti þessum eignum eru tæplega 53 milljónir króna og því óhætt að segja að leigufyrirtæki Viðars sé afskaplega vel statt fjárhagslega.

Viðar segir að hann okri ekki á leiguverðinu, en að hann hagnist engu að síður ágætlega og segir að sumir sem leigi hjá honum hafi búið lengi í Mörkinni, jafnvel í einhver 30 ár:

„Já, já. Ég hagnast en hagnaðurinn fer í að byggja nýtt húsnæði. Ég er á bíl sem er 25 ára gamall, þú sérð hvernig útgangurinn á mér er, ég passa upp á hluti, mér líður ekkert illa þó að ég sé ekki á fancy bíl, ég spara úti um allt. Ég er ekkert að gera út af því að ég vilji gefa peninga. Hvað hef ég á móti? Ég hef leigutaka sem mér líkar vel og þykir vænt um“ segir Viðar sem vill meina að búseta Íslendinga og erlendra ríkisborgara í herbergjahótelum sé ekki vandamál á leigumarkaði.

Viðar segir að þessi þróun sé svar við miklum innflutningi fólks frá öðrum löndum til Íslands:

„Þetta er í raun innrás; Þetta er bara stríð sem við erum komin í,“ segir hann.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Árás Rússa
Heimur

Rússar segjast hafa náð fótfestu í nýju úkraínsku héraði

Þórarinn Ingi Pétursson
Pólitík

Segir að Þórarinn ætti að skammast sín fyrir dómsdagsþvaður á þingi

Lögreglurmaður
Innlent

Áhugi á lögreglufræðum eykst og metfjöldi nýnema sækir um

Jeffrey Epstein
Heimur

Fangelsismyndband sagt staðfesta sjálfsvíg Epstein

Jóhann Páll ráðherra
Landið

Leggur til að Garpsdalur fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar

Meint jarðsprengja
Innlent

Landhelgisgæslan kölluð út vegna meintrar jarðsprengju

Sveinn Rúnar Hauksson
Innlent

„Þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn“

Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Innlent

Segir að samkvæmt sýknudómi Landsréttar „afsali allir blaðamenn sér réttinum til einkalífs“

Öxi
Innlent

Tveir sluppu ómeiddir eftir bílbruna á Öxi

Syrgjandi faðir
Heimur

Sex látnir eftir loftárás Ísraela á heilsugæslustöð

Þýski ævintýramaðurinn
Innlent

Þjóðverji nauðlenti fyrir framan gönguhóp á Fimmvörðuhálsi

Michael Douglas
Fólk

Michael Douglas varar við hnignandi lýðræði

Magaluf á Mallorca
Heimur

Breti alvarlega slasaður eftir að hafa lent í skrúfu báts

Peningar

Útsala
Peningar

Hér er listi yfir helstu útsölurnar

Sumarútsölur eru hafnar.
Hús húsnæði heimili fasteignir
Peningar

Óvænt verri verðbólga hækkar verðtryggð lán

Herdís Dröfn
Peningar

Línulegt áskriftarsjónvarp Stöðvar 2 liðið undir lok

Einar Bárðarson
Peningar

SVEIT hefur kært ákvörðun Samkeppniseftirlitsins

Neytendastofa
Peningar

Sektað vegna rangra upplýsinga

Dómkirkjan
Peningar

Hægist á uppgreiðslum óverðtryggðra lána en aukning á verðtryggðum lánum

Loka auglýsingu