1
Innlent

Þjóðverji nauðlenti fyrir framan gönguhóp á Fimmvörðuhálsi

2
Pólitík

Segir að Þórarinn ætti að skammast sín fyrir dómsdagsþvaður á þingi

3
Innlent

Landhelgisgæslan kölluð út vegna meintrar jarðsprengju

4
Innlent

Segir að samkvæmt sýknudómi Landsréttar „afsali allir blaðamenn sér réttinum til einkalífs“

5
Fólk

Michael Douglas varar við hnignandi lýðræði

6
Innlent

Tveir sluppu ómeiddir eftir bílbruna á Öxi

7
Heimur

Fangelsismyndband sagt staðfesta sjálfsvíg Epstein

8
Innlent

„Þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn“

9
Innlent

Áhugi á lögreglufræðum eykst og metfjöldi nýnema sækir um

10
Heimur

Rússar segjast hafa náð fótfestu í nýju úkraínsku héraði

Til baka

Hélt uppistand á Íslandi fyrir úkraínska herinn

Úkraínski grínistinn Vasyl ByDuck hélt uppistandssýningu á úkraínsku í kjallararými Dubliner í Reykjavík en sýningin var haldin fyrir Úkraínubúa sem búsettir eru hér á landi og rann allur ágóði til úkraínska hersins

Vasyl-Byduck
Hélt uppistand fyrir úkraínska herinnSafnaði hálfri milljón króna

Grínistinn Vasyl ByDuck frá Úkraínu hélt uppistandssýningu í Reykjavík í gærkvöld til styrktar úkraínska hernum og segist Vasyl elska Ísland og lítur á það sem annað heimili sitt utan.

Er sýningin hluti af uppistandsferðalagi Vasyl um einar 28 borgir í Evrópu; var sýningin hér á landi sú sautjánda er hann hélt, eins og segir á vefmiðlinum vb.is.

Eins og áður sagði rennur allur ágóði miðasölunnar beint til úkraínska hersins og að sögn skipuleggjanda sýningarinnar náði Vasyl að safna aðeins meira en hálfri milljón íslenskra króna í gærkvöld.

Seldist upp á sýninguna; rúmlega 110 gestir greiddu fimm þúsund krónur í aðgangseyri:

„Ég verð bara með þessa einu sýningu í Reykjavík og fer svo beint úr landi um miðnætti. Þetta er allt skipulagt af mér og konu minni og svo rennur allur ágóðinn til úkraínska hersins svo hann geti fjármagnað kaup á vopnum, skotheldum vestum og fleira. Við erum þakklát fyrir alla aðstoð sem við fáum en því miður þá kemur áhrifaríkasta hjálpin í formi vopna.“

Kemur fram að Vasyl hafi áður sótt Ísland heim en kappinn hélt uppistandssýningu á Gauknum fyrir sjö árum síðan:

„Ég elska Ísland meira en nokkra aðra þjóð utan Úkraínu, en ég verð líka svo sorgmæddur þegar ég kem hingað og sé alla þessa fallegu fossa og firði og ber það svo saman við það sem er að gerast í mínu landi. Mágkona mín sagði mér til dæmis frá því í vikunni að Rússar sprengdu hverfið okkar og að nokkrar eldflaugar höfðu lent rétt hjá íbúðinni okkar.“

Eggert Smári Sigurðsson skipuleggjandi sýningarinnar var afar ánægður með viðbrögðin og segist sjaldan eða aldrei hafa upplifað aðra eins eftirspurn:

„Á ákveðnum tímapunkti var verið að selja svo mikið af miðum að vefsíðan okkar bara hrundi. Ég veit ekki hvort það var vegna netárása Rússa eða hvað en svo fór síðan aftur í loftið eftir sólarhring. Svo héldu fyrirspurnir áfram að berast eftir að við lokuðum fyrir miðasölu frá fólki sem biðlaði til okkar að selja þeim miða.“

Vasyl er mjög frægur í Úkraínu eftir margra ára feril sem uppistandari; hefur hann undanfarin misseri ferðast til fremstu víglínunnar í stríði Rússa og Úkraínumanna og hefur hann til að mynda haldið sýningar fyrir hermenn í skotgröfum á Donbass-svæðinu.

„Ég hef haldið margar sýningar fyrir úkraínska herinn í skotgröfunum og meira að segja á meðan stórkotaliðsárásir óvina heyrðust allt um kring. Það voru hins vegar bestu sýningar sem ég hef gert. Það var ekki mikið hlegið en ég fann svo mikið fyrir tilfinningum allra í kringum mig. Það er svo frábær tilfinning að láta fólk, sem er stanslaust í nánd við hræðslu og dauðann, hlæja og brosa í smá stund.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Árás Rússa
Heimur

Rússar segjast hafa náð fótfestu í nýju úkraínsku héraði

Þórarinn Ingi Pétursson
Pólitík

Segir að Þórarinn ætti að skammast sín fyrir dómsdagsþvaður á þingi

Lögreglurmaður
Innlent

Áhugi á lögreglufræðum eykst og metfjöldi nýnema sækir um

Jeffrey Epstein
Heimur

Fangelsismyndband sagt staðfesta sjálfsvíg Epstein

Jóhann Páll ráðherra
Landið

Leggur til að Garpsdalur fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar

Meint jarðsprengja
Innlent

Landhelgisgæslan kölluð út vegna meintrar jarðsprengju

Sveinn Rúnar Hauksson
Innlent

„Þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn“

Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Innlent

Segir að samkvæmt sýknudómi Landsréttar „afsali allir blaðamenn sér réttinum til einkalífs“

Öxi
Innlent

Tveir sluppu ómeiddir eftir bílbruna á Öxi

Syrgjandi faðir
Heimur

Sex látnir eftir loftárás Ísraela á heilsugæslustöð

Þýski ævintýramaðurinn
Innlent

Þjóðverji nauðlenti fyrir framan gönguhóp á Fimmvörðuhálsi

Michael Douglas
Fólk

Michael Douglas varar við hnignandi lýðræði

Magaluf á Mallorca
Heimur

Breti alvarlega slasaður eftir að hafa lent í skrúfu báts

Fólk

Michael Douglas
Fólk

Michael Douglas varar við hnignandi lýðræði

„Bandaríkin daðra við einræði“
2024 Halla Tómasdóttir
Fólk

Eiríkur biður Höllu afsökunar

Guðrún og Illugi
Fólk

Illugi birti ljósmynd af tvífara eiginkonunnar

SalkaSól
Myndir
Fólk

Salka Sól hélt upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna með stæl

Vasyl-Byduck
Fólk

Hélt uppistand á Íslandi fyrir úkraínska herinn

Baldur Link
Fólk

Heitir nú sama nafni og uppáhalds tölvuleikjapersónan

Loka auglýsingu