
Í dagbók lögreglu frá því í nótt og í gærkvöldi er greint frá því að lögregla hafi verið kölluð til vegna reiðhjólaslyss. Þá var hún einnig kölluð til vegna þjófnaðar úr verslun.
Hún fékk tilkynningu um innbrot og er málið í rannsókn.
Ökumaður var stöðvaður í akstri grunaður um að hafa ekið á rúmlega tvöföldum hámarkshraða en sá ók á 98km/klst þar sem hámarkshraði er 40 km/klst. Ökumaðurinn á yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda.
Lögregla var kölluð vegna umferðaróhapps þar sem ökumaður hafði ekið af vettvangi. Í ljós kom að ökumaður bifreiðarinnar sem var ekið af vettvangi var án ökuréttinda.
Einn var tekinn grunaður um að keyra fullur og annar var tekinn fyrir að mögulega keyra undir áhrifum eiturlyfja.

Komment