1
Innlent

Ólöglegur leigubílstjóri gripinn glóðvolgur

2
Innlent

Stefán telur öruggt að hundsbitum muni fjölga

3
Sport

Umdeildasta stjarna íslenska knatt­spyrnu­lands­liðsins

4
Leiðari

Þjóðarklofningur

5
Heimur

Áhorfendur féllu úr stúku

6
Heimur

Brúður myrt í eigin brúðkaupi í Frakklandi

7
Innlent

Geislavirkir límmiðar í umferð

8
Heimur

Trump vill núna MIGA

9
Innlent

Annað innbrot í Laugardalnum

10
Innlent

20% landsmanna með erlent ríkisfang

Til baka

Mála Silfurtorg á Ísafirði í litum trans fánans

„Réttindi trans fólks eru líka okkar réttindi!“

Diego
Diego Ragnar AngemiHinsegin Vestfirðir styðja við réttindi trans fólks.
Mynd: Gayiceland.is

Í tilefni af alþjóðadegi gegn fordómum og ofbeldi gagnvart hinsegin fólki, IDAHOBIT, þann 17. maí, mun Silfurtorg á Ísafirði verða málað í litum trans fánans. Diego Ragnar Angemi, meðlimur í hópnum Hinsegin Vestfirðir og íbúi bæjarins, segir í viðtali við Gay Iceland að með þessu vilji þau vekja athygli á mikilvægi samstöðu og veita öðrum innblástur.

„Við vonum að þessi litla framtak okkar frá litla bænum okkar við afskekktan fjörð á Íslandi, geti veitt öðrum innblástur og þá von sem við öll þurfum,“ segir Diego Ragnar Angemi í viðtalinu.

Að sögn Diego hefur hugmyndin hlotið góðar undirtektir innan hópsins Hinsegin Vestfirðir.

„Hugmyndinni hefur í heildina verið vel tekið meðal hópsins. Það ríkir sameiginlegur skilningur um að innan regnbogafjölskyldunnar sé trans fólk sá hópur sem orðið hefur fyrir mestum og verstum árásum að undanförnu,“ segir hann.

Þegar hópurinn leitaði til bæjarstjóra Ísafjarðar með beiðni um leyfi og stuðning, fékkst tafarlaus jákvæð svör.

„Sem gerði okkur öll afskaplega glöð og stolt að búa í þessum bæ,“ segir Diego.

Hópurinn Hinsegin Vestfirðir er samfélag hinsegin fólks á Vestfjörðum, eða með tengsl við svæðið, og hefur verið starfandi í gegnum Facebook í nokkur ár. Í dag telur hópurinn yfir 150 meðlimi og hefur undanfarin tvö ár unnið að því að fá leyfi til að mála regnbogann á torginu.

„Já, við höfum síðustu þrjú ár málað hefðbundna sex lita regnbogann. En í ár ákváðum við að hafa litina sex við upphaf og lok stígsins, en á miðju leiðarinnar mun hann breytast í liti trans fánans,“ segir Diego.

Hann bendir á að Ísafjörður eigi sér sögu í tengslum við sýnileika trans fólks.

„Bara í fyrra sýndu kvikmyndahús um land allt íslensku kvikmyndina Ljósvíkingar (Odd Fish), sem fjallar um trans konu (leikin af Örnu Mögnu Danks) sem kemur út úr skápnum í sjávarþorpi, og það þorp er Ísafjörður og myndin var tekin upp hér,“ segir hann.

„Einnig, fyrir nokkrum árum, var Fjallkonan á þjóðhátíðardeginum 17. júní, sem leiðir skrúðgönguna og flytur hátíðarræðuna, leikin af Veigu Grétarsdóttur, trans konu og íbúa Ísafjarðar,“ bætir Diego við.

Hann segir að pólitísk staða trans fólks á heimsvísu hafi verið kveikjan að hugmyndinni að trans fánanum á torginu.

„Við lifum á athyglisverðum tímum, vægt til orða tekið. Í mörgum löndum heims fara réttindi hinsegin fólks afturábak og það er orðið ljóst að innan fjölskyldu okkar er einn hópur sérstaklega tekinn fyrir: trans fólk. Það sem er að gerast með réttindi trans fólks í Bandaríkjunum, ný mismununarlöggjöf í Bretlandi og nýlegar fréttir af árásm hér á Íslandi eru fullkomlega óásættanlegar,“ segir Diego.

„Þess vegna ætlum við í ár að mála regnbogann á Silfurtorgi í litum trans fánans. Það er táknræn en sjónrænt öflug leið til að sameinast um einn hóp, þann sem er útsettastur, og segja af einurð: Réttindi trans fólks eru líka okkar réttindi!“

Að hans mati er tímabært og viðeigandi að framkvæma þessa athöfn á IDAHOBIT-daginn ( Alþjóðlegi dagurinn gegn hómófóbíu, bífóbíu og trans fóbíu), 17. maí.

„Því nú, meira en nokkru sinni, þurfum við að finna von í mannkyninu, sem virðist hafa beygt inn á braut haturs og kúgunar,“ segir Diego að lokum.
„Við vonum að þetta litla framtak okkar, úr litla bænum okkar við afskekktan fjörð, geti veitt öðrum innblástur og þá von sem við öll þurfum.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Veðurstofan
Innlent

Litlar breytingar á stöðu veðrakerfa í þessari viku

Íslendinga er farið að þyrsta í bjart og sólríkt og heitt veður en það er ekki í kortunum að þessu sinni
Laugardalur Langholtsvegur 2
Innlent

Annað innbrot í Laugardalnum

Brúður Myrt
Heimur

Brúður myrt í eigin brúðkaupi í Frakklandi

Unglingar Ohio
Myndband
Heimur

Unglingsdrengur skotinn í Ohio

Elísabet Ólafsdóttir Geislavarnir ríkisins
Innlent

Geislavirkir límmiðar í umferð

Albert Guðmundsson
Nærmynd
Sport

Umdeildasta stjarna íslenska knatt­spyrnu­lands­liðsins

Kristrún Frostadóttir
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Þjóðarklofningur

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu
Innlent

Maðurinn kominn í leitirnar

Stefán Pálsson sagnfræðingur
Innlent

Stefán telur öruggt að hundsbitum muni fjölga

laugavegur fólk reykjavík
Innlent

20% landsmanna með erlent ríkisfang

Landið

Lögregla
Landið

Alvarleg stunguárás í Reykjanesbæ

Rannsókn málsins er á frumstigi
Skriðuklaustur
Landið

Oddný Eir ráðin forstöðumaður Gunnarsstofnunar

Hellissandur
Landið

Halda „Burning Man” á Snæfellsnesi

Kindur
Landið

Bóndi lagði hendur á starfsmann MAST

Akureyri
Landið

Tvö kynferðisbrotamál til rannsóknar á Akureyri

Loka auglýsingu