Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarformaður GG verks, segir frá ferli sínum og lífsleið í viðtalaröð Mannlífs við stjórnendur. Hún mætti með frumburðinn í skólann sem ung móðir, hóf háskólanám með þrjú börn, lærði í hruninu að enginn er öruggur með vinnu og ákvað þá að leyfa sér áhættuna. Nú rekur hún byggingarfyrirtæki með eiginmanni sínum og leggja þau allt undir.