Eva Bryngeirsdóttir er í Mannlífsviðtali. Hún er tæplega fertug en hefur upplifað sorgir og áföll sem hafa haft mikil áhrif á líf hennar. Hún tók líf sitt í gegn í kjölfar foreldramissis og kulnunar og fór að huga að hollu líferni og mataræði sem og hreyfingu. Hún nýtir þekkingu sína og reynslu í eigin lífi og er í dag útlærður einkaþjálfari. Ástina fann hún aftur í örmum Kára Stefánssonar og gengu þau í hjónaband í lok síðasta árs.
„Tíminn læknar ekki öll sár en maður lærir að lifa“
Magnús Óli Ólafsson hefur setið á forstjórastóli Innness í 13 ár og hlaut í ár verðlaun Stjórnvísis í flokki yfirstjórnenda. Magnús Óli áréttar að reynslan skipti miklu máli í rekstri og að það skipti máli að sýna staðfestu og ákveðin grunngildi. Hann leggur áherslu á manneskjulegt fyrirtæki þar sem tekið er utan um starfsfólk á erfiðum tímum í lífi þess, eftir að hafa gengið í gegnum að missa nokkurra mánaða gamla dóttur á sínum tíma. Hluti af viðtalaröð Mannlífs við stjórnendur.