
Heppinn Lottó spilari, sem keypti miðann sinn á lotto.is, var einn með allar tölurnar réttar í fjórföldum potti vikunnar og fær hann því óskiptan pottinn sem nam rúmlega 54,5 milljónum króna en greint frá þessu í tilkynningu á vef Lottó.
Þrír skiptu með sér bónusvinningnum að sögn tilkynningarinnar og fær hver þeirra rúmlega 222 þúsund króna vinning, einn miðinn er í áskrift en hinir tveir voru keyptir á lotto.is.
Einn var með fyrsta vinning í Jóker sem hljóðar upp á 2,5 milljónir króna og var sá miði keyptur í Sjoppunni í Ólafsvík. Þá voru alls sex spilarar sem fengu 2. vinning og fá þar með 125,000 kall í vasann, tveir miðanna eru í áskrift, þrír voru keyptir í Lottó appinu og einn á lotto.is.
Heildarfjöldi vinningshafa í þessum útdrætti var 7610.
Komment