1
Fólk

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn

2
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

3
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

4
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

5
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

6
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

7
Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð

8
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

9
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

10
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

Til baka

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli

Fjölmiðlakona lýsir kynbundnu áreiti og einelti á íslenskum vinnustöðum, þar á meðal á stórum fjölmiðlum.

Nína Richter
Nína RichterNína lýsir reynslu sinni í nýjum pistli
Mynd: Facebook

Lögfræðineminn og fjölmiðlakonan Nína Richter segir frá reynslu sinni af kynbundnu áreiti og mismunun á íslenskum vinnustöðum í pistli sem birtist á DV. Þar lýsir hún meðal annars því sem hún varð fyrir í fjölmiðlum, en pistllinn kom út í kjölfar Kvennafrídagsins og ber heitið Þessir fokkings baráttudagar kvenna.

Nína segir frá því að þegar hún starfaði á stórum fjölmiðli hafi hún orðið fyrir miklum þrýstingi og lítið tillit hafi verið tekið til hennar þegar alvarleg veikindi komu upp í fjölskyldunni.

„Yfirmaður boðaði mig á lokaðan fund og tjáði mér að ég væri augljóslega ekki með rétta persónuleikann til að vinna undir álagi,“ skrifar hún.

Hann bætti því við að hún væri „sennilega ekki manngerðin sem gæti unnið í fjölmiðlum“.

Nína segist hafa sagt starfi sínu lausu nokkrum mánuðum síðar, og fáeinum dögum eftir starfslokin hafi sami yfirmaður „like-að“ bikini-mynd af henni á Instagram um miðja nótt.

Síðar hóf hún störf á öðrum fjölmiðli, þar sem hún segir að áreitið hafi tekið á sig nýja mynd.

„Eftir að ég fékk stöðuhækkun upphófst gróft kynbundið vinnustaðaeinelti sem endaði með inngripi stjórnenda og formlegri innanhússrannsókn,“ segir hún.

Rannsóknin hafi leitt í ljós að um áreiti og einelti hefði verið að ræða.

„Ég skipti um deild,“ bætir hún við.

Í pistlinum fjallar Nína einnig um víðtækara misrétti sem hún segist hafa orðið vör við í gegnum tíðina, frá skólagöngu til atvinnulífs. Hún segir mýtuna um Ísland sem jafnréttisparadís eina verstu hindrunina í vegi framfara.

„Við getum ekki tekið á vandamálunum þegar við göngumst ekki við þeim,“ skrifar hún að lokum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Tyrkneskt herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu
Myndband
Heimur

Tyrkneskt herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur
Heimur

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi
Heimur

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu
Myndir
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas
Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Afsláttur er veittur ef fólk borgar innan þriggja daga
Sigríður Björk lætur af embætti
Innlent

Sigríður Björk lætur af embætti

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Loka auglýsingu