Amanda Meixner heldur úti Instagram-síðunni meowmeix, sem hefur notið gríðarlegra velgengni síðustu misseri.
Amanda birtir alls kyns fróðleik um mat og mataræði á síðunni, og hjálpar fólki til að mynda að lækka kaloríufjöldann sem það innbyrðir á einfaldan og myndrænan hátt.
Amanda hefur til að mynda birt tvær myndir hlið við hlið af skál með grískri jógúrt, ávöxtum og súkkulaði. Önnur skálin inniheldur 472 kaloríur en hin 899 kaloríur. Við myndina fer hún yfir hvað það er sem gerir aðra skálina næstum því helmingi kaloríuríkari en hina, en í henni er sett meira hunang, súkkulaði og kasjúsmjör.
Hér fyrir neðan má síðan sjá nokkrar aðrar myndir af Instagram-síðu Amöndu og gætu sumar kaloríutalningarnar komið ykkur á óvart.