1
Innlent

Boðflennum skipað að hypja sig

2
Pólitík

Helgi Magnús mun fá tæpar 200 milljónir

3
Pólitík

Einar kveður borgina

4
Fólk

Sorgin fléttaðist saman við gleði Ernu

5
Heimur

Conor McGregor rotaði skemmtistaðagest á Ibiza

6
Innlent

Rauðsokka og læknir meðal þeirra sem sæmd voru fálkaorðu

7
Menning

Lóu í Laugardal aflýst

8
Innlent

Bíll á hvolfi utanvegar

9
Peningar

Verð á enska boltanum tilkynnt í júlí

10
Menning

KALEO sendir frá sér vögguvísu

Til baka

Ólafur Ágúst Hraundal

Þjónar auðvaldsins

Ólafur Ágúst Hraundal

Nýleg umfjöllun Kveiks opinberaði að lögreglumenn tóku þátt í njósnastarfsemi fyrir Björgólf Thor Björgólfsson. Slík misnotkun opinbers valds í þágu fjármagns er eitthvað sem á ekki að koma þjóðinni á óvart. Þetta er ekki fyrsta skiptið og verður ekki það síðasta.

Ég hef áður skrifað um hvernig lögreglan er smátt og smátt að reyna að öðlast alræðisvald sem ekki er í takt við lýðræðislegt réttarríki. Í greinum eins og Rafrænn heimur, Óhóflegt vald lögreglu stofnar lýðræði Íslands í hættu og Gestapómenning í skjóli öryggis sem minnir óneitanlega á „þriðjaríkið.

Vald án gagnsæis er uppskrift að misnotkun

Það skiptir litlu máli hvað lögregla eða ráðherrar segja um að „rannsaka málið“. Þeir sem fara með þetta gríðarlega vald, geta ekki rannsakað sjálfa sig af heiðarleika. Sem er grundvallarregla í lýðræðisríkjum en gildir ekki hér.

Þegar ríkissaksóknari, ríkislögreglustjóri, lögregluyfirvöld, og aðrir tengdir aðilar hafa taumhald á öllum upplýsingum, þá er þetta eftirlit ekkert annað en innantóm leiksýning. Og á meðan getur sú menning sem leyfir njósnir og valdníðslu haldið áfram óáreitt.

Lögreglan þjónar fjármagninu ekki almenningi

Það sem gerir þetta mál, að máli er sú alvarlega staðreynd að um er að ræða lögreglumenn í opinberu embætti sem eru að þjóna fjárhagslegum og pólitískum hagsmunum auðmanna. Þegar lögregla þjónar ekki lengur réttlæti, heldur sérhagsmunum, þá hefur hún glatað lögmætu hlutverki sínu í lýðræðissamfélagi. Við skulum hafa það hugfast að þetta tiltekna mál er ekki eins dæmi, þau eru fleiri þar sem lögreglan gengur erinda auðmanna.

Slíkar aðgerðir hvort sem þær beinast að stjórnmálamönnum eða almenningi grafa undan trausti réttarríkisins. Þær sýna að valdið hefur verið selt auðvaldinu.

Látum ekki blekkjast

Þegar sjálfur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir að „manni sé brugðið“, þá ætti okkur öllum að bregða. Þetta mál sem upp er komið er ekki einstakt atvik, þetta er afleiðing af þeirri menningu sem þrífst innan lögreglunnar, að þeir eru yfir lög hafnir. 

Látum ekki álfarykið tálma okkur sýn.

Við sem samfélag verðum að standa vörð um lýðræðið, látum ekki möntru framkvæmdavaldsins afleiða okkur af sannleikanum að þetta sé „undantekning“. Spillingin heldur áfram, þannig rúllar kerfið.

Ekki fleiri skýrslur

Við þurfum ekki fleiri innihaldslausar yfirlýsingar um rannsóknir sem engu skila. Við þurfum raunverulegt uppgjör og gagnsæi. Við þurfum að standa vörð um lýðræðið. Það að eftirlitsaðili fari með eftirlit á sjálfum sér er ekkert annað en sjálfsréttlæting í dulargervi keisarans og mun aldrei skila neinu. Ef við ætlum að hreinsa út spillta menningu, verður það að gerast ofan frá og niður, ofan úr fílabeinsturni hrokans og niður að kassa skósveinsins.

Slíkt krefst utanaðkomandi aðkomu, við getum hvorki stólað á Evrópusambandið né vestræna bandamenn sem sjálfir glíma við djúpa spillingu í eigin kerfum. Við þurfum kannski að beina sjónum okkar í átt sem fæstir þora að nefna til austurs „Kína“. En eins og staðan er í dag liggur ábyrgðin hjá Alþingi, fjölmiðlum og okkur sjálfum.

Þeir ættu að fara sparlega með orðin, þeir lögreglu menn sem eru að hneykslast á því sem upp er komið, þar sem heiðaleiki þeirra býr í glerhúsi, „kasti fyrstur steini sem syndlaus er”.

Þegar lögreglumenn njósna fyrir auðmenn og njósna fyrirtæki er fengið til að grafa upp upplýsingar fyrir pólitíska leik fléttu, þá er ekki lengur um einstök mistök að ræða. Þetta er spegilmynd djúprar spillingar sem hefur þrifist í aldir í Íslenska valdhafa kerfinu sem engin rannsókn getur hreinsað með rannsókn á sjálfri sér.

Obbobob, skýrsla í skúffu.

Ólafur Ágúst Hraundal
Höfundur er lífskúnstner

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Kindur
Landið

Bóndi lagði hendur á starfsmann MAST

Lögreglan var á svæðinu þegar árásin átti sér stað
Leirdalur
Fólk

Fyrrum þingmaður selur lekkert parhús

Viðar G
Peningar

Leigir út 56 stúdíóíbúðir og hagnast vel: „Davíð Oddsson úthlutaði mér lóð“

hamborg
Heimur

Þjóðverji handtekinn fyrir að hvetja börn til sjálfsskaða

guðrún karls helgudóttir biskup
Innlent

„Get lofað því að ef Þjóðkirkjan væri að breytast í múslímska kirkju er mér að mæta“

Héraðsdómur Reykjavíkur
Innlent

Ingvar Örn dæmdur fyrir að ráðast á ellilífeyrisþega

Khameini Trump
Heimur

Æðstiklerkur Íran varar Donald Trump við

Byssumaður hrós
Myndband
Heimur

Veikur einstaklingur hrósaði lögreglumanni

Herdís Dröfn
Peningar

Verð á enska boltanum tilkynnt í júlí

Lögreglan
Innlent

Innbrotsþjófur réðst á íbúa í miðbænum

Conor McGregor
Myndband
Heimur

Conor McGregor rotaði skemmtistaðagest á Ibiza

Skoðun

Björn Leví Gunnarsson
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Langt sumarfrí Alþingis - Að vera þingmaður 6. kafli

Davíð Már er kennari
Skoðun

Davíð Már Sigurðsson

Hæfni náð eða lægsti samnefnari?

Selma Ruth
Skoðun

Selma Ruth Iqbal

Skaðleg orðræða

Karl Héðinn
Skoðun

Karl Héðinn Kristjánsson

Mætum ekki hatri með hatri

Ólafur Ágúst Hraundal
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Virðing fanga mæld í excel-skjali

Björn Leví Gunnarsson
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Hallarbyltingar - Að vera þingmaður 5. kafli

Loka auglýsingu