
EsjanAllar björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins taka þátt í leitinni.
Mynd: visitreykjavik.is
Leit stendur enn yfir að göngumanni sem ekkert hefur spurst til síðan um klukkan níu í gærkvöld. Björgunarsveitir leituðu langt fram á nótt og munu halda leitinni áfram nú í morgunsárið.
Hinrik Wöhler, staðgengill upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg, segir í samtali við fréttastofu RÚV að björgunarsveitir af öllu höfuðborgarsvæðinu séu kallaðar til í leitina.
Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um göngumanninn né hvað nákvæmlega olli því að leit var hafin, en að sögn Hinriks þótti tíminn sem maðurinn hafði verið einn á ferð á fjallinu nægur til að vekja grunsemdir um að hann væri týndur.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment