1
Innlent

Ólöglegur leigubílstjóri gripinn glóðvolgur

2
Innlent

Stefán telur öruggt að hundsbitum muni fjölga

3
Leiðari

Þjóðarklofningur

4
Sport

Umdeildasta stjarna íslenska knatt­spyrnu­lands­liðsins

5
Heimur

Áhorfendur féllu úr stúku

6
Heimur

Brúður myrt í eigin brúðkaupi í Frakklandi

7
Innlent

Geislavirkir límmiðar í umferð

8
Innlent

Annað innbrot í Laugardalnum

9
Heimur

Trump vill núna MIGA

10
Innlent

20% landsmanna með erlent ríkisfang

Til baka

Nígeríska kvikmyndaiðnaðinum hleypt inn í aðalval Cannes í fyrsta sinn

My father´s shadow.
Úr kvikmyndinni My Fathers´s Shadow.Nollywood er smá saman að ryðja sér til rúms á alþjóðavísu.
Mynd: imdb.com

Það hefur tekið nærri 80 ár, en í fyrsta skipti verður nígerísk kvikmynd sýnd í opinberu dagskrárvali kvikmyndahátíðarinnar í Cannes á sunnudag.

Eftir áratugi þar sem kvikmyndaiðnaður Nígeríu, Nollywood, var afskrifaður fyrir ódýrar og fjörugar afþreyingarmyndir, nýtur hann nú loks viðurkenningar á alþjóðavettvangi. Nollywood, sem staðsett er í Lagos, framleiðir allt að fimm kvikmyndir á dag.

Þrátt fyrir að framleiða mun fleiri myndir á ári en Hollywood, viðurkenna framleiðendur þó að þeim hefur gengið illa að ná til áhorfenda utan Afríku, fyrir utan fólks af afrískum uppruna í útlöndum.

Nollywood hefur löngum heillað heimamenn með síendurteknum lágkostnaðar -dramamyndum um ástir, fátækt, trúarbrögð og spillingu – oft með yfirnáttúrulegum blæ og átökum milli hefðar og nútíma.

Flestar myndirnar eru teknar upp með litlum tilkostnaði og á miklum hraða, og hafa oft verið gagnrýndar fyrir lakan gæðastaðal. En sú ímynd gæti verið að breytast með kvikmyndinni „My Father’s Shadow“, fyrstu nígerísku myndinni sem valin hefur verið í opinbera dagskrá Cannes, sem margir líta á sem musteri art-house kvikmynda.

„Að komast í keppni í fyrsta sinn sýnir að nígerísk kvikmyndagerð hefur náð fullorðinsárum,“ sagði Prince Baba Agba, menningarráðgjafi forseta Nígeríu, Bola Tinubu, sem mættur er til Cannes fyrir frumsýninguna.

Mikilvægur áfangi

„My Father’s Shadow“, fyrsta leikna kvikmynd Akinola Davies, gerist í kjölfar valdaránsins í Nígeríu árið 1993, þegar hershöfðinginn Sani Abacha komst til valda eftir að kosningar voru ógiltar af hernum.

Davies lýsir þessu sem „glötuðu tækifæri“ og segir að það hafi markað þjóðina djúpt. Myndin fylgir tveimur drengjum sem elta föður sinn um Lagos á meðan valdaránsdagurinn rennur upp.

Sope Dirisu, sem þekktur er úr þáttaröðinni Gangs of London, fer með aðalhlutverk.

Menningarráðgjafinn Agba lagði áherslu á að þetta væri ekki einstakt „einhyrningsverkefni“.

Glæpamyndin „The Black Book“ eftir Editi Effiong, fór í efstu sæti á Netflix á heimsvísu í fyrra – m.a. í Suður-Kóreu.

„Við höfum sent myndir á stærstu hátíðirnar og unnið til verðlauna á Sundance,“ sagði Agba og vísaði til kvikmyndarinnar Shine Your Eyes, sem sló í gegn á Berlinale.

„Eyimofe (This Is My Desire)“ var valin inn í hið virta streymi- og dreifingarnet Criterion Collection. Myndin var „algjörlega tekin upp í Nígeríu með innlendri fjármögnun og framleiðslu“, bætti hann við.

„Við erum enn að framleiða gríðarlegt magn af myndum – frá 10.000 dala framleiðslum upp í milljón dollara kvikmyndir – allar með sál, hjarta og anda Nígeríu.“

Von um framþróun með skattalækkunum

Agba segir að nýjar skattalækkanir fyrir kvikmyndagerð – sem nú eru í meðförum þingsins – gætu orðið vendipunktur fyrir Nollywood. Þær myndu ýta undir útbreiðslu á heimsvísu í gegnum streymisveitur og samframleiðsluverkefni.

Netflix hóf að kaupa upp nokkrar nígerískar myndir í heimsfaraldrinum, eins og Blood Sisters, Man of God og söngleikinn Ayinla. Á sama tíma spruttu upp nýjar staðbundnar streymisveitur, sérstaklega í norðurhluta landsins þar sem „Kannywood“ hefur blómstrað (nafnið er dregið af borginni Kano).

Áskoranir og tækifæri

Þrátt fyrir þessa uppsveiflu hefur iðnaðurinn mætt hindrunum. Amazon lokaði starfsemi sinni í Afríku í fyrra og Netflix hefur hægt á sér, að sögn heimildarmanna á hátíðinni.

Nollywood-fyrirtækið Ebonylife Group ætlar að stofna sína eigin streymisveitu, og stofnandi þess, Mo Abudu, hyggst einnig opna menningarsetur Nígeríu í Lundúnum síðar á árinu.

„Við ætlum að byrja smátt og byggja okkur upp. Við getum ekki beðið eftir að aðrir geri þetta fyrir okkur,“ sagði Abudu.

Agba viðurkennir að tæknilegar og innviðalegar áskoranir séu miklar, einkum vegna þess að flestir horfa á kvikmyndir í símanum og nettenging er oft slök.

„Við vonumst til að tvöfalda fjölda kvikmyndahúsa í landinu – við erum með 300, en Brasilía, með sambærilega íbúatölu, er með yfir 3.000.“

Nollywood, ásamt tónlistarstefnunni Afrobeats, er nú ein helsta menningarútflutningsvara Nígeríu.

Eitt merki um ört vaxandi áhrif Nollywood er að Mo Abudu var í efsta sæti á lista The Hollywood Reporter yfir 40 áhrifamestu konur alþjóðlegrar kvikmyndagerðar – kynntum fyrir hátíðina í Cannes.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Veðurstofan
Innlent

Litlar breytingar á stöðu veðrakerfa í þessari viku

Íslendinga er farið að þyrsta í bjart og sólríkt og heitt veður en það er ekki í kortunum að þessu sinni
Laugardalur Langholtsvegur 2
Innlent

Annað innbrot í Laugardalnum

Brúður Myrt
Heimur

Brúður myrt í eigin brúðkaupi í Frakklandi

Unglingar Ohio
Myndband
Heimur

Unglingsdrengur skotinn í Ohio

Elísabet Ólafsdóttir Geislavarnir ríkisins
Innlent

Geislavirkir límmiðar í umferð

Albert Guðmundsson
Nærmynd
Sport

Umdeildasta stjarna íslenska knatt­spyrnu­lands­liðsins

Kristrún Frostadóttir
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Þjóðarklofningur

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu
Innlent

Maðurinn kominn í leitirnar

Stefán Pálsson sagnfræðingur
Innlent

Stefán telur öruggt að hundsbitum muni fjölga

laugavegur fólk reykjavík
Innlent

20% landsmanna með erlent ríkisfang

Menning

Euro Truck Ísland
Menning

Íslandi bætt við vinsælan tölvuleik

Hægt verður að skoða Egilsstaði og fleiri bæjarfélög
Páll Óskar
Menning

Ef þú hefur áhuga á Páli Óskari

seifur cropped
Myndir
Menning

Leikarar Nolan setja svip sinn á Hvolsvöll

Ragga Gísla borgarlistamaður
Menning

Ragga Gísla útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur

Kaleo
Menning

KALEO sendir frá sér vögguvísu

Loka auglýsingu